Körfubolti

Veggirnir með myndum af Kobe Bryant hafa verið látnir í friði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Veggmynd með Kobe Bryant og dóttur hans Gianna Bryant.
Veggmynd með Kobe Bryant og dóttur hans Gianna Bryant. Getty/Mario Tama

Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant, vakti athygli á því að veggmyndirnar með glæsilegum myndum af Kobe og dóttur þeirra Giönnu, hafa verið látnar í friði í óspektunum og uppþotinu í Los Angeles borg.

Mikið hefur verið eyðilagt í óeirðunum í Bandaríkjunum síðustu daga þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á fjölmörgum verslunum og öðrum stöðum.

Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar síðastliðinn, ásamt þrettán ára dóttur sinni Giönnu og sjö öðrum, á leið í körfuboltaleik hjá liði Giönnu.

Fráfall Kobe Bryant var mikið áfall fyrir alla ekki síst í Los Angeles þar sem Kobe Bryant bjó og spilaði allan sinn feril með Los Angeles Lakers liðinu.

Flott leið til að minnast Kobe Bryant var að listamenn máluðu glæsilegar veggmyndir af honum einum og með Giönnu út um alla borg.

Þessar stórglæsilegu veggmyndir hafa fengið að vera í friði í óeirðunum og er það tákn um þá virðingu sem íbúar Los Angeles bera fyrir honum og það sem hann gerði fyrir borgina.

Vanessa Bryant minntist á þetta um leið og hún tjáði sig um George Floyd sem dó eftir harkalega og ómanneskjulega handtöku hvítra lögreglumanna í Minneapolis.

Kobe Bryant spilaði með Los Angeles Lakers frá 1996 til 2016 og varð fimm sinnum NBA-meistari með félaginu. Bryant skoraði 25,0 stig að meðaltali í 1346 deildarleikjum með Lakers liðinu og 25,6 stig að meðaltali í 220 leikjum í úrslitakeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.