Hefja leiguflug til Íslands og Færeyja strax í lok júní Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 23:16 Primo Tours teiknuðu upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Vísir/getty Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram á vef danska miðilsins Syd TV í kvöld. Ferðaskrifstofan er ein sú fyrsta í Danmörku sem auglýsir áætlunarflug til útlanda nú í sumar. Mette Frederiksen forsætisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi síðasta föstudag að landamæri Danmerkur verði opnuð fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum nú í júní, þar á meðal Íslandi. Dönum verður hins vegar ráðið frá því að ferðast til annarra landa en Íslands, Þýskalands og Noregs til og með 31. ágúst. Danskir fjölmiðlar slógu því þess vegna margir upp á föstudag að draumar dönsku þjóðarinnar um sólarlandaferðir nú í sumar væru að engu orðnir. Danski miðillinn TV Syd greinir nú frá því í kvöld að ferðaskrifstofan Primo Tours, sem sérhæfir sig einkum í útgerð leiguflugvéla frá Jótlandi til suðrænna áfangastaða í Evrópu, hyggi á leiguflug strax í lok júní. Áfangastaðirnir séu öllu svalari en venjan er; nefnilega Ísland og Færeyjar. Haft er eftir Bjarke Hansen forstjóra Primo Tours í frétt TV Syd að þegar ljóst hafi orðið að ekki væri hægt að bjóða upp á ferðir til hinna hefðbundnu áfangastaða fyrr en í fyrsta lagi 1. september hafi stjórnendur þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Að endingu hafi tekist að teikna upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við hið færeyska Atlantic Airways. Fyrstu ferðir eru á dagskrá 28. júní, að því er segir í frétt TV Syd. Beint flug verður frá flugvellinum í Billund til Íslands og Færeyja, tvisvar í viku til beggja áfangastaða í allt sumar, og munu vélarnar taka 180 manns í sæti. Danmörk Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43 Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59 Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram á vef danska miðilsins Syd TV í kvöld. Ferðaskrifstofan er ein sú fyrsta í Danmörku sem auglýsir áætlunarflug til útlanda nú í sumar. Mette Frederiksen forsætisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi síðasta föstudag að landamæri Danmerkur verði opnuð fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum nú í júní, þar á meðal Íslandi. Dönum verður hins vegar ráðið frá því að ferðast til annarra landa en Íslands, Þýskalands og Noregs til og með 31. ágúst. Danskir fjölmiðlar slógu því þess vegna margir upp á föstudag að draumar dönsku þjóðarinnar um sólarlandaferðir nú í sumar væru að engu orðnir. Danski miðillinn TV Syd greinir nú frá því í kvöld að ferðaskrifstofan Primo Tours, sem sérhæfir sig einkum í útgerð leiguflugvéla frá Jótlandi til suðrænna áfangastaða í Evrópu, hyggi á leiguflug strax í lok júní. Áfangastaðirnir séu öllu svalari en venjan er; nefnilega Ísland og Færeyjar. Haft er eftir Bjarke Hansen forstjóra Primo Tours í frétt TV Syd að þegar ljóst hafi orðið að ekki væri hægt að bjóða upp á ferðir til hinna hefðbundnu áfangastaða fyrr en í fyrsta lagi 1. september hafi stjórnendur þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Að endingu hafi tekist að teikna upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við hið færeyska Atlantic Airways. Fyrstu ferðir eru á dagskrá 28. júní, að því er segir í frétt TV Syd. Beint flug verður frá flugvellinum í Billund til Íslands og Færeyja, tvisvar í viku til beggja áfangastaða í allt sumar, og munu vélarnar taka 180 manns í sæti.
Danmörk Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43 Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59 Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43
Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59
Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30