Hefja leiguflug til Íslands og Færeyja strax í lok júní Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júní 2020 23:16 Primo Tours teiknuðu upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Vísir/getty Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram á vef danska miðilsins Syd TV í kvöld. Ferðaskrifstofan er ein sú fyrsta í Danmörku sem auglýsir áætlunarflug til útlanda nú í sumar. Mette Frederiksen forsætisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi síðasta föstudag að landamæri Danmerkur verði opnuð fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum nú í júní, þar á meðal Íslandi. Dönum verður hins vegar ráðið frá því að ferðast til annarra landa en Íslands, Þýskalands og Noregs til og með 31. ágúst. Danskir fjölmiðlar slógu því þess vegna margir upp á föstudag að draumar dönsku þjóðarinnar um sólarlandaferðir nú í sumar væru að engu orðnir. Danski miðillinn TV Syd greinir nú frá því í kvöld að ferðaskrifstofan Primo Tours, sem sérhæfir sig einkum í útgerð leiguflugvéla frá Jótlandi til suðrænna áfangastaða í Evrópu, hyggi á leiguflug strax í lok júní. Áfangastaðirnir séu öllu svalari en venjan er; nefnilega Ísland og Færeyjar. Haft er eftir Bjarke Hansen forstjóra Primo Tours í frétt TV Syd að þegar ljóst hafi orðið að ekki væri hægt að bjóða upp á ferðir til hinna hefðbundnu áfangastaða fyrr en í fyrsta lagi 1. september hafi stjórnendur þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Að endingu hafi tekist að teikna upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við hið færeyska Atlantic Airways. Fyrstu ferðir eru á dagskrá 28. júní, að því er segir í frétt TV Syd. Beint flug verður frá flugvellinum í Billund til Íslands og Færeyja, tvisvar í viku til beggja áfangastaða í allt sumar, og munu vélarnar taka 180 manns í sæti. Danmörk Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43 Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59 Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Danska ferðaskrifstofan Primo Tours hyggst hefja leiguflug til Íslands og Færeyja frá Danmörku strax í lok þessa mánaðar. Þetta kemur fram á vef danska miðilsins Syd TV í kvöld. Ferðaskrifstofan er ein sú fyrsta í Danmörku sem auglýsir áætlunarflug til útlanda nú í sumar. Mette Frederiksen forsætisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi síðasta föstudag að landamæri Danmerkur verði opnuð fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum nú í júní, þar á meðal Íslandi. Dönum verður hins vegar ráðið frá því að ferðast til annarra landa en Íslands, Þýskalands og Noregs til og með 31. ágúst. Danskir fjölmiðlar slógu því þess vegna margir upp á föstudag að draumar dönsku þjóðarinnar um sólarlandaferðir nú í sumar væru að engu orðnir. Danski miðillinn TV Syd greinir nú frá því í kvöld að ferðaskrifstofan Primo Tours, sem sérhæfir sig einkum í útgerð leiguflugvéla frá Jótlandi til suðrænna áfangastaða í Evrópu, hyggi á leiguflug strax í lok júní. Áfangastaðirnir séu öllu svalari en venjan er; nefnilega Ísland og Færeyjar. Haft er eftir Bjarke Hansen forstjóra Primo Tours í frétt TV Syd að þegar ljóst hafi orðið að ekki væri hægt að bjóða upp á ferðir til hinna hefðbundnu áfangastaða fyrr en í fyrsta lagi 1. september hafi stjórnendur þurft að sníða sér stakk eftir vexti. Að endingu hafi tekist að teikna upp nýja flugáætlun á mettíma í samráði við hið færeyska Atlantic Airways. Fyrstu ferðir eru á dagskrá 28. júní, að því er segir í frétt TV Syd. Beint flug verður frá flugvellinum í Billund til Íslands og Færeyja, tvisvar í viku til beggja áfangastaða í allt sumar, og munu vélarnar taka 180 manns í sæti.
Danmörk Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43 Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59 Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní 29. maí 2020 14:43
Ferðalög til Danmerkur: Bannað að gista í Köben Bannað verður fyrir þá ferðamenn sem sækja Danmörku heim í sumar að gista í Kaupmannahöfn. Þetta segir danski forsætisráðherrann. 29. maí 2020 12:59
Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30