Innlent

Bein út­sending: Út úr kófinu – heilsa, efna­hagur og stjórn­mál

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalbygging Háskóla Íslands. Málþingið hefst klukkan 13.
Aðalbygging Háskóla Íslands. Málþingið hefst klukkan 13. Vísir/Vilhelm

„Út úr kófinu – heilsa, efnahagur og stjórnmál“ er yfirskrift málþings Háskóla Íslands sem hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 15:30.

Á málþinginu munu sérfræðingar innan og utan Háskólans ræða leiðina út úr heimsfaldrinum og áhrif opnunar landmæra Íslands út frá lýðheilsu- og efnahagssjónarmiðum.

Sömuleiðis verður til umræðu hvaða áhrif samkomubann stjórnvalda getur haft á afmarkaða þjóðfélagshópa, ekki síst börn. Sérstakur gestur á fundinum er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.

Dagskrá útsendingarinnar: 

Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómalækningum, er fundarstjóri.

13.00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands - Opnunarávarp

13.05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir - „Leiðir út úr COVID-19: sóttvarnasjónarmið"

13.25 Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir - „Næstu skref - sýn smitsjúkdómalæknis"

13.45 Urður Njarðvík, prófessor í sálfræði: „Með storminn í fangið: Áhrif samkomubanns á líðan barna með ADHD og foreldra þeirra"

20 mínútna kaffihlé 14.05-14.25

14.25 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði: „Er opnun landamæra forsenda efnahagsbata?"

14.45 Tómas Brynjólfsson, hagfræðingur og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu: „Hagstjórn í takmörkuðu skyggni“

15.05 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra: „Hugleiðingar um faraldur“



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.