Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júní 2020 09:49 Vísir/Getty Þið kannist við tilfinninguna sem fylgir því þegar samstarfsmaður mætir til vinnu, brosir og segir góðan daginn. Þetta er nokkuð góð tilfinning, eitthvað notalegt við þetta litla augnablik. Að sama skapi getur það verið hálf niðurdrepandi þegar sumir samstarfsfélagar mæta til vinnu, yrða ekki á mann, setjast niður við borðið og hvorki heilsa né kinka kolli til nokkurs í umhverfinu. En hvers vegna er það mikilvægt að bjóða samstarfsfélögum sínum „góðan daginn“? Jákvæðu áhrifin eru m.a. þessi: Samstarfsfólkið þitt upplifir þetta augnablik sem lið í því að þú kannt að meta bæði það, teymið í heild sinni og/eða vinnustaðinn þar sem þið dveljið langdvölum saman. Okkur finnst öllum notalegt að finna að einhver kann að meta okkur og að kasta á annað fólk lítilli kveðju eins og „góðan daginn,“ er leið til að sýna það. Og það sem meira er: Þegar fólk upplifir að það er metið af vinnufélögum sínum, hefur það jákvæð áhrif á afköst, almenna frammistöðu og starfsánægju, þ.e. þessi atriði sem veigamikil eru í hinni eftirsóttu „helgun starfsmanna.“ Annað atriði er síðan að þessi litla jákvæða kveðja, tengir okkur betur saman. Með því að segja „góðan daginn,“ erum við ekki aðeins að sýna almenna kurteisi heldur líka að staðfesta að við erum hluti af liðsheild. Og eins og allir vita, getur sterk liðsheild unnið kraftaverk. Síðast en ekki síst gefur þessi litla kveðja góða orku inn í daginn. „Góðan daginn“ er auðvitað tilvísun í að framundan hljóti að vera enn einn góður dagur í vinnunni. Þetta er því svolítið notalegt pepp. Skilaboð dagsins í dag eru því einfaldlega: Ekki gleyma því að bjóða „góðan daginn“ þegar þú mætir til vinnu! Góðu ráðin Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Þið kannist við tilfinninguna sem fylgir því þegar samstarfsmaður mætir til vinnu, brosir og segir góðan daginn. Þetta er nokkuð góð tilfinning, eitthvað notalegt við þetta litla augnablik. Að sama skapi getur það verið hálf niðurdrepandi þegar sumir samstarfsfélagar mæta til vinnu, yrða ekki á mann, setjast niður við borðið og hvorki heilsa né kinka kolli til nokkurs í umhverfinu. En hvers vegna er það mikilvægt að bjóða samstarfsfélögum sínum „góðan daginn“? Jákvæðu áhrifin eru m.a. þessi: Samstarfsfólkið þitt upplifir þetta augnablik sem lið í því að þú kannt að meta bæði það, teymið í heild sinni og/eða vinnustaðinn þar sem þið dveljið langdvölum saman. Okkur finnst öllum notalegt að finna að einhver kann að meta okkur og að kasta á annað fólk lítilli kveðju eins og „góðan daginn,“ er leið til að sýna það. Og það sem meira er: Þegar fólk upplifir að það er metið af vinnufélögum sínum, hefur það jákvæð áhrif á afköst, almenna frammistöðu og starfsánægju, þ.e. þessi atriði sem veigamikil eru í hinni eftirsóttu „helgun starfsmanna.“ Annað atriði er síðan að þessi litla jákvæða kveðja, tengir okkur betur saman. Með því að segja „góðan daginn,“ erum við ekki aðeins að sýna almenna kurteisi heldur líka að staðfesta að við erum hluti af liðsheild. Og eins og allir vita, getur sterk liðsheild unnið kraftaverk. Síðast en ekki síst gefur þessi litla kveðja góða orku inn í daginn. „Góðan daginn“ er auðvitað tilvísun í að framundan hljóti að vera enn einn góður dagur í vinnunni. Þetta er því svolítið notalegt pepp. Skilaboð dagsins í dag eru því einfaldlega: Ekki gleyma því að bjóða „góðan daginn“ þegar þú mætir til vinnu!
Góðu ráðin Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira