Viðskipti innlent

Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Flugvélar Icelandair við Leifsstöð
Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Icelandair hefur þegar hafið sölu á flugmiðum til Kaupmannahafnar. Dönsk stjórnvöld tilkynntu í hádeginu að ferðamenn frá völdum löndum fái aftur að sækja Danmörku heim frá 15. júní. Þó mega þeir ekki gista í Kaupmannahöfn. 

Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní. Von sé á frekari upplýsingum fljótlega.

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Nick Hækkerup, greindi frá því á fundinum í hádeginu að ekki aðeins verði ferðamönnum meinað að gista í Kaupamannahöfn heldur einnig sveitarfélaginu Fredriksberg. Fólki megi þó gjarnan fara þangað í dagsferðir. Íslendingar sem fljúga til Kaupmannahafnar með Icelandair þurfa því að bóka sér gistingu fyrir utan borgina. 

Í frétt DR er haft eftir dómsmálaráðherranum að ferðamenn þurfi að sýna fram á pappíra um hvar þeir ætli að gista til að hægt sé að fylgjast með að enginn gisti í Kaupmannahöfn. Þurfi þeir að sýna fram á gistingu í sex nætur hið minnsta á hóteli, tjaldsvæði eða öðru.


Tengdar fréttir

Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní

Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×