Viðskipti innlent

Daglegt áætlunarflug um leið og Danmörk opnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Flugvélar Icelandair við Leifsstöð
Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Icelandair hefur þegar hafið sölu á flugmiðum til Kaupmannahafnar. Dönsk stjórnvöld tilkynntu í hádeginu að ferðamenn frá völdum löndum fái aftur að sækja Danmörku heim frá 15. júní. Þó mega þeir ekki gista í Kaupmannahöfn. 

Tæplega tveimur tímum eftir að Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hóf upp raust sína í hádeginu auglýsti Icelandair að félagið myndi hefja daglegt áætlunarflug til Kaupmannahafnar þann 15. júní. Von sé á frekari upplýsingum fljótlega.

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Nick Hækkerup, greindi frá því á fundinum í hádeginu að ekki aðeins verði ferðamönnum meinað að gista í Kaupamannahöfn heldur einnig sveitarfélaginu Fredriksberg. Fólki megi þó gjarnan fara þangað í dagsferðir. Íslendingar sem fljúga til Kaupmannahafnar með Icelandair þurfa því að bóka sér gistingu fyrir utan borgina. 

Í frétt DR er haft eftir dómsmálaráðherranum að ferðamenn þurfi að sýna fram á pappíra um hvar þeir ætli að gista til að hægt sé að fylgjast með að enginn gisti í Kaupmannahöfn. Þurfi þeir að sýna fram á gistingu í sex nætur hið minnsta á hóteli, tjaldsvæði eða öðru.


Tengdar fréttir

Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní

Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,14
5
38.420
TM
1,35
4
34.324
BRIM
0,25
3
33.222
REITIR
0,18
9
23.212
HAGA
0
1
1.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,78
27
6.939
HEIMA
-5,19
1
146
MAREL
-2,12
5
29.157
SYN
-0,82
5
32.233
HAGA
0
1
1.007
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.