Viðskipti innlent

75 hótel lokuð á Íslandi í apríl

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Icelandair hótelið Reykjavík Natura.
Icelandair hótelið Reykjavík Natura. vísir/vilhelm

Framboð gistirýmis minnkaði um næstum helming í apríl, samanborið við sama mánuð í fyrra. Skýrist það ekki síst af því að mörg hótel tóku þá ákvörðun í mars að loka tímabundið, bæði vegna fækkunar ferðamanna og þrengra samkomubanns, en samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 75 hótel lokuð í apríl. Fyrir vikið fækkaði opnum hótelherbergjum í landinu um 44,6 prósent.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru næstum 21 þúsund í apríl en þær voru um 520 þúsund í sama mánuði árið áður. Það gerir um 96 prósent samdrátt. Samdrátturinn er enn meiri þegar aðeins er litið til hótelgesta en þeim fækkaði um 97 prósent samaborið við apríl í fyrra.

Um 68 prósent gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða rétt rúmlega 14 þúsund, en um 32 prósent á erlenda gesti sem gerir um 6.600 nætur. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 13.500, þar af 9.200 á hótelum. Gistinætur á öðrum tegundum gististaða voru um 7.300.

Herbergjanýting á hótelum í apríl í ár var 3,5 prósent og dróst saman um 45,7 prósentustig frá fyrra ári.

Hagstofan
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,09
30
16.643
SIMINN
1,67
10
444.458
REITIR
1,6
5
26.176
FESTI
1,25
8
185.089
EIK
1,04
1
532

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,04
10
126.761
ICESEA
-1,48
3
43.141
SYN
-0,61
5
13.156
SJOVA
-0,58
6
2.849
VIS
-0,28
4
99.599
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.