Viðskipti innlent

Hlut­fall starfandi á vinnu­markaði ekki verið lægra síðan 2003

Atli Ísleifsson skrifar
Atvinnuleysi í landinu mældist sjö prósent í apríl og hafa hlutfall starfandi ekki verið lægra síðan 2003.
Atvinnuleysi í landinu mældist sjö prósent í apríl og hafa hlutfall starfandi ekki verið lægra síðan 2003. Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi í landinu mældist sjö prósent í apríl og hafa hlutfall starfandi ekki verið lægra síðan 2003.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar, en ljóst má vera að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á íslenskan vinnumarkað var greinilega farið að gæta í apríl.

Óleiðréttar unnar vinnustundir hafa aldrei mælst færri

Samkvæmt óleiðréttri mælingu vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar er áætlað að um 195.000 (± 6.300) manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í apríl 2020. Jafngildi það 75,8 prósent (±2,4) atvinnuþátttöku.

„Af vinnuaflinu er áætlað að um 181.200 (±4.600) manns hafi verið starfandi, en 13.700 (±2.800) án vinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 70,5% (±2,5) á meðan óleiðrétt atvinnuleysi mældist 7,0% (±1,4),“ segir í fréttinni.

Óleiðréttar unnar vinnustundir hafa aldrei mælst færri í sögu samfelldrar vinnumarkaðsrannsóknar frá 2003 eða um 34,8 stundir.

Áhrif Covid-19 greinileg

„Hið sama á við um mælingar á atvinnuþátttöku og hlutfalli starfandi sem hafa aldrei verið lægri síðan 2003.

Þegar á heildina er litið eru áhrif Covid-19 á íslenskan vinnumarkað því greinileg í apríl. Óleiðréttar mælingar benda til þess að fjöldi utan vinnumarkaðar hafi aukist í apríl um leið og atvinnuleysi jókst og unnum stundum fækkaði. Samanburður við apríl 2019 leiðir í ljós að atvinnuleysi hefur aukist um 3 prósentustig milli ára en hlutfall starfandi lækkað um 8,8 prósentustig og atvinnuþátttaka um 6,8 prósentustig,“ segir í fréttinni.

Nánar má lesa um rannsóknina á vef Hagstofunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,88
0
0
ORIGO
0,67
4
46.689
REITIR
0,64
15
259.408
REGINN
0
8
40.923
ICEAIR
0
0
0

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,5
3
40.970
HAGA
-2,29
13
229.314
FESTI
-2,05
10
182.389
VIS
-1,89
8
176.627
MAREL
-1,69
22
239.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.