Viðskipti innlent

403 sagt upp hjá Bláa lóninu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.
Bláa lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Vísir/vilhelm

Bláa lónið hefur ákveðið að segja upp 403 starfsmönnum sínum frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá verða laun stjórnenda og starfsmanna lækkuð.

Í tilkynningu segir að áhrifin af kórónuveirufaraldrinum hafi reynst „miklu umfangsmeiri og langvinnari en væntingar voru um“. Því hafi verið ákveðið að grípa til umræddra ráðstafana.

Bláa Lónið vonist þó til að geta ráðið starfsfólkið sem sagt verður upp aftur til starfa „þegar ytri aðstæður breytast til hins betra.“ Laun þeirra starfsmanna sem ekki fá uppsögn verða skert, mest hjá forstjóra og stjórn um 30%, 25% hjá framkvæmdastjórn og minna hjá öðrum, að því er segir í tilkynningu.

Jafnframt hefur verið ákveðið að opna allar starfsstöðvar Bláa lónsins á ný þann 19. júní næstkomandi, eftir tæplega þriggja mánaða lokun. Í tilkynningu segir að á þessu tímabili hafi fyrirtækið verið nær tekjulaust.

„Markmið þeirra aðgerða sem Bláa lónið hefur nú gripið til er að gera fyrirtækinu kleift að komast í gegnum þá óvissutíma sem framundan eru. Bláa lónið, sem leiðandi fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, ætlar sér að taka þátt í viðspyrnu greinarinnar af fullum krafti þegar birta tekur að nýju.“

Boðað hafði var til starfsmannafundar hjá Bláa lóninu í gær sem halda átti nú í morgun, þar sem ætla má að umræddar aðgerðir hafi verið kynntar. Fyrirtækið sagði upp 164 starfsmönnum í lok mars vegna faraldurs kórónuveiru.


Tengdar fréttir

164 sagt upp hjá Bláa Lóninu

164 af 764 starfsmönnum Bláa lónsins hefur verið sagt upp í viðbrögðum fyrirtækisins við stöðunni sem komið hefur upp vegna kórónuveirunnar.

Loka Bláa lóninu fram í maí

Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa tekið þá ákvörðun að loka Bláa lóninu tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,54
5
37.430
HAGA
2,03
5
182.525
FESTI
1,98
2
53.165
EIK
1,8
2
32.570
REITIR
1,76
6
355.790

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,91
2
7.302
ARION
-0,29
10
1.297.075
REGINN
0
4
42.600
ICEAIR
0
8
4.031
ISB
0
16
506.953
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.