Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 08:35 Gates og eiginkona hans Melinda hafa lagt sitt af mörkum til mannúðarmála í gegnum sjóð sem kennd er við þau undanfarin ár og áratugi. Vísir/EPA Bill Gates, stofnandi tæknirisans Microsoft, tilkynnti í gær að hann ætlaði að segja sig úr stjórn fyrirtækisins. Í staðinn ætlar Gates að verja tíma sínum enn frekar í ýmis mannúðarmál, þar á meðal heilbrigðis-, þróunar-, mennta- og loftslagsmál. Hann verður áfram tæknilegur ráðgjafi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu sem Gates skrifaði á samfélagsmiðilinn LinkedIn í gær sagðist hann einnig ætla að segja sig úr stjórn Berkshire Hathaway, félags auðjöfursins Warrens Buffett. Þeir Gates eru nánir vinir. Gates, sem stofnaði Microsoft fyrir rúmum fjörutíu árum, hefur smám saman dregið sig út úr rekstri fyrirtækisins. Hann lét af daglegum störfum árið 2008 og hætti sem stjórnarformaður árið 2014. New York Times segir að Gates sé enn einn stærsti einstaki hluthafinn í Microsoft með um 1,3% hlut sem er talinn um 16 milljarða dollara virði, jafnvirði um 2.200 milljarða íslenskra króna. „Microsoft verður alltaf mikilvægur hluti af ævistarfi mínu og ég mun halda áfram að vera í samskiptum við Satya [Nadella, forstjóra Microsoft] og tæknilega stjórnendur til þess að aðstoða við að móta hugsjónina og ná metnaðarfullum markmiðum fyrirtækisins. Ég er bjartsýnni en nokkru sinni fyrr um árangurinn sem fyrirtækið er að ná,“ segir Gates. Á lista Forbes-tímaritsins yfir ríkasta fólk heims er Gates í öðru sæti á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Auðæfi Gates eru metin á um 103,6 milljarða dollara, jafnvirði meira en 14.000 milljarða íslenskra króna. Microsoft Bandaríkin Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Bill Gates, stofnandi tæknirisans Microsoft, tilkynnti í gær að hann ætlaði að segja sig úr stjórn fyrirtækisins. Í staðinn ætlar Gates að verja tíma sínum enn frekar í ýmis mannúðarmál, þar á meðal heilbrigðis-, þróunar-, mennta- og loftslagsmál. Hann verður áfram tæknilegur ráðgjafi fyrirtækisins. Í yfirlýsingu sem Gates skrifaði á samfélagsmiðilinn LinkedIn í gær sagðist hann einnig ætla að segja sig úr stjórn Berkshire Hathaway, félags auðjöfursins Warrens Buffett. Þeir Gates eru nánir vinir. Gates, sem stofnaði Microsoft fyrir rúmum fjörutíu árum, hefur smám saman dregið sig út úr rekstri fyrirtækisins. Hann lét af daglegum störfum árið 2008 og hætti sem stjórnarformaður árið 2014. New York Times segir að Gates sé enn einn stærsti einstaki hluthafinn í Microsoft með um 1,3% hlut sem er talinn um 16 milljarða dollara virði, jafnvirði um 2.200 milljarða íslenskra króna. „Microsoft verður alltaf mikilvægur hluti af ævistarfi mínu og ég mun halda áfram að vera í samskiptum við Satya [Nadella, forstjóra Microsoft] og tæknilega stjórnendur til þess að aðstoða við að móta hugsjónina og ná metnaðarfullum markmiðum fyrirtækisins. Ég er bjartsýnni en nokkru sinni fyrr um árangurinn sem fyrirtækið er að ná,“ segir Gates. Á lista Forbes-tímaritsins yfir ríkasta fólk heims er Gates í öðru sæti á eftir Jeff Bezos, stofnanda Amazon. Auðæfi Gates eru metin á um 103,6 milljarða dollara, jafnvirði meira en 14.000 milljarða íslenskra króna.
Microsoft Bandaríkin Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira