Viðskipti innlent

Bein út­sending: Hvað eru skammta­tölvur?

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrirlesarinn er Sigurður I. Erlingsson, prófessor og forstöðumaður grunnnáms við verkfræðideild.
Fyrirlesarinn er Sigurður I. Erlingsson, prófessor og forstöðumaður grunnnáms við verkfræðideild. HR

Farið verður yfir eiginleika skammtatölva í Þriðjudagsfyrirlestri Háskólans í Reykjavík sem hefst á slaginu 12. Sigurður I. Erlingsson, prófessor og forstöðumaður grunnnáms við verkfræðideild, mun þar reyna að varpa ljósi á hvers vegna skammtatölvur geti verið mikið öflugri en venjulegar tölvur.

Í tilkynningu á vef skólans segir að undanfarin ár hafi komið í fjölmiðlum fréttir um að búið sé að smíða skammtatölvur og þar með hafi hefðbundum tölvum nánast verið rutt úr vegi.

„En er eitthvað til í slíkum fullyrðingum? Í þessum fyrirlestri verður farið í eiginleika skammtatölva og reynt að varpa ljósi á af hverju þær geti verið miklu öflugri en hefðbundnar tölvur. Til að skilja eiginleika skammtatölva, og þá sérstaklega af hverju það er erfitt að búa þær til, þá þarf að þekkja grunnatriði skammtafræði og verða þau útskýrð á aðgengilegan hátt eins og kostur er. Að lokum ræðum við þær hagnýtingar skammtatölva sem líklegastar eru að komast í gagnið í náinni framtíð,“

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,88
0
0
ORIGO
0,67
4
46.689
REITIR
0,64
15
259.408
REGINN
0
8
40.923
ICEAIR
0
0
0

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,5
3
40.970
HAGA
-2,29
13
229.314
FESTI
-2,05
10
182.389
VIS
-1,89
8
176.627
MAREL
-1,69
22
239.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.