Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 23:26 Björgunarpakki þýska ríkisins kemur í veg fyrir gjaldþrot Lufthansa. Getty/Sean Gallup Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Björgunarpakkinn kemur í veg fyrir að flugfélagið verði gjaldþrota en upphæðin svarar til um 1.400 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef BBC en Lufthansa hefur, líkt og önnur flugfélög, glíma við mikinn rekstrarvanda undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Lufthansa og þýska ríkisins felur það í sér að þýska ríkið eignast 20% hlut í fyrirtækinu sem það hyggst selja fyrir árslok 2023. Samningurinn er háður samþykki hluthafa Lufthansa og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku við sér við tíðindi dagsins og hlutabréf Lufthansa hækkuðu um 7,5%. „Þessi stuðningur okkar er aðeins til skamms tíma. Þegar fyrirtækið stendur betur munum við selja okkar hlut, vonandi með smá hagnaði, sem gerir okkur kleift að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara gagnvart þessu félagi,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, á blaðamannafundi í dag. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Faraldurinn hefur hins vegar haft gríðarleg áhrif á rekstur Lufthansa, líkt og fleiri flugfélög í heiminum, enda hafa flugsamgöngur legið niðri nánast að öllu leyti í meira en tvo mánuði. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Björgunarpakkinn kemur í veg fyrir að flugfélagið verði gjaldþrota en upphæðin svarar til um 1.400 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef BBC en Lufthansa hefur, líkt og önnur flugfélög, glíma við mikinn rekstrarvanda undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Lufthansa og þýska ríkisins felur það í sér að þýska ríkið eignast 20% hlut í fyrirtækinu sem það hyggst selja fyrir árslok 2023. Samningurinn er háður samþykki hluthafa Lufthansa og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku við sér við tíðindi dagsins og hlutabréf Lufthansa hækkuðu um 7,5%. „Þessi stuðningur okkar er aðeins til skamms tíma. Þegar fyrirtækið stendur betur munum við selja okkar hlut, vonandi með smá hagnaði, sem gerir okkur kleift að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara gagnvart þessu félagi,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, á blaðamannafundi í dag. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Faraldurinn hefur hins vegar haft gríðarleg áhrif á rekstur Lufthansa, líkt og fleiri flugfélög í heiminum, enda hafa flugsamgöngur legið niðri nánast að öllu leyti í meira en tvo mánuði.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira