Körfubolti

Leikir kvöldsins fara fram með áhorfendum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keflvíkingar taka á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn í Blue-höllinni í kvöld.
Keflvíkingar taka á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn í Blue-höllinni í kvöld. vísir/daníel

Leikir kvöldsins í Domino‘s deild karla í körfubolta fara fram eins og áætlað var. Það sama má segja um leik Keflavíkur og Snæfells í Domino‘s deild kvenna á morgun. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.

Samkomubann tekur gildi aðfaranótt mánudags og KKÍ hefur ákveðið að aflýsa leikjum í neðri deildum karla og yngri flokkum frá og með morgundeginum.

Fulltrúar sérsambanda ÍSÍ funduðu í hádeginu og munu funda aftur síðdegis með fulltrúum sóttvarnalæknis og almannavarna.

„Við þurfum frekari upplýsingar og erum að bíða eftir þeim. Þetta kom ekki nógu skýrt fram á blaðamannafundinum í morgun,“ sagði Hannes við Vísi.

Eins og áður sagði fara tveir leikir fram í Domino‘s deild karla í kvöld. Klukkan 18:30 hefst leikur Þórs og Grindavíkur á Akureyri og klukkan 20:15 mætast Keflavík og Þór Þ. suður með sjó.

Leikirnir verða báðir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og klukkan 22:10 hefst svo Domino‘s Körfuboltakvöld. Leikir kvöldsins verða einnig í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

KKÍ aflýsir neðri deildum og yngri flokkum

KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum leikjum í neðri deildum sem og yngri flokkum frá og með 14. mars í kjölfar samkomubanns sem heilbrigðismálaráðherra tilkynnti nú fyrr í dag.

Samkomubann á vörum Íslendinga

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í dag að samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags. Er miðað við 100 manna samkomur.

Alls hafa 128 manns greinst með smit

Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist.

Hvað þýðir samkomubann?

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi í morgun samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt næstkomandi mánudags.

Samkomubann í fjórar vikur

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars, það er aðfaranótt næstkomandi mánudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×