Golf

Valdís Þóra í toppbaráttu í Suður-Afríku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valdís Þóra er komin í toppbaráttuna í Suður-Afríku.
Valdís Þóra er komin í toppbaráttuna í Suður-Afríku. Mark Runnacles/Getty Images

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í toppbaráttu South Africa Women´s Open mótinu sem fram fer í Höfðaborg. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra lauk öðrum hring sínum á mótinu í dag á tveimur höggum undir pari eða 70 talsins.  Í gær fór hún hringinn á 72 höggum eða pari vallarins. 

Hún er sem stendur í 7. til 9. sæti mótsins á samtals tveimur höggum undir pari. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir tekur einnig þátt í mótinu en hún náði  sér ekki á strik á fyrsta hring í gær. Lék hún hringinn á 80 höggum eða átta höggum yfir pari. Hún er nýfarin af stað á hring dagsins og gæti því átt möguleika á að komast í gegnum niðurskurð mótsins sem miðast við að leika hringina tvo á fjórum höggum yfir pari ef hún leikur vel í dag.

Kylfingur.is greindi frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.