Pálmi Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Kadeco eftir fjögurra mánaða umsóknarferli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 12:29 Pálmi Freyr Randversson. Pálmi Freyr Randversson tekur til starfa sem framkvæmdastjóri Kadeco þann 1. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kadeco. Hann tekur við starfinu af Mörtu Jónsdóttur sem hætti störfum síðastliðið haust. Í framhaldinu var starfið auglýst og nú fjórum mánuðum síðar er arftaki fundinn. 67 sóttu um starfið en Capacent aðstoðaði Kadeco við ráðningarferlið. Athygli vakti að starfið var auglýst en Fréttablaðið greindi frá því í mars í fyrra að tímabundin ráðning Mörtu hefði nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Það hefði aldrei verið auglýst því til hefði staðið að leggja Kadeco niður. Óvissa ríkti um framtíðarstarfsemi Kadeco en með ráðningu nýs framkvæmdastjóra má ætla að félagið ætli sér að halda fullum dampi. Stofnað við brotthvarf hersins Félagið Kadeco var stofnað 24. október 2006 í kjölfar lokunar Bandaríkjahers á herstöð sinni við Keflavíkurflugvöll í þeim tilgangi að taka við þeim eignum sem ekki yrðu nýttar áfram til flugvallarreksturs eða í öryggissamstarfi Norður-Atlantshafsbandalagsins. Á heimasíðu Kadeco segir að kjarnaverkefni félagsins sé að leiða þróun á landi ríkisins sem umlykur flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar. Kadeco komi að ýmsum verkefnum sem eiga það sameiginlegt að auka virði svæðisins. Pálmi Freyr hefur undanfarin ár starfað sem deildarstjóri og verkefnastjóri hjá Isavia við mótun og utanumhald þróunar- og uppbyggingaráætlana Keflavíkurflugvallar. Þá hefur hann jafnframt stýrt hönnunarsamkeppni og forvali vegna þróunaráætlunar, tekið þátt í vinnu við deiliskipulag og aðalskipulag flugvallarins. Telur vaxtarmöguleika gríðarlega Pálmi lauk meistaraprófi í borgarhönnun frá Háskólanum í Álaborg árið 2009 og grunnprófi í sama fagi frá sama háskóla 2003. Hann hefur setið fjölda ráðstefna og námskeiða varðandi þróun flugvallaborga. Pálmi starfaði áður sem verkefna- og teymisstjóri og borgarhönnuður hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar stýrði hann fjölmörgum verkefnum tengdum umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. „Ég er þakklátur fyrir það mikla traust sem stjórn Kadeco sýnir mér og hlakka til að takast á við þá áskorun að þróa það mikla land sem umlykur Keflavíkurflugvöll á grundvelli samkomulags ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia. Flugvallarsvæðið hefur gríðarlega vaxtarmöguleika enda um framtíðarsvæði landsins að ræða,“ segir Pálmi Freyr. Alls bárust 67 umsóknir um starfið og fékk stjórn Kadeco Capacent til þess að annast ráðningaferlið. Keflavíkurflugvöllur Vistaskipti Tengdar fréttir Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30 14 milljarðar ávinningur ríkisins af sölu eigna á Ásbrú Fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs af sölu eigna á Ásbrú er um 14 milljarðar króna en síðustu eignirnar sem heyrðu áður undir gamla varnarliðssvæðið voru seldar á árinu. 27. júní 2019 07:00 Segist ekki hafa þekkt dóttur ráðherra þegar hann var skipaður stjórnarformaður Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. 27. júní 2019 12:15 Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Pálmi Freyr Randversson tekur til starfa sem framkvæmdastjóri Kadeco þann 1. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kadeco. Hann tekur við starfinu af Mörtu Jónsdóttur sem hætti störfum síðastliðið haust. Í framhaldinu var starfið auglýst og nú fjórum mánuðum síðar er arftaki fundinn. 67 sóttu um starfið en Capacent aðstoðaði Kadeco við ráðningarferlið. Athygli vakti að starfið var auglýst en Fréttablaðið greindi frá því í mars í fyrra að tímabundin ráðning Mörtu hefði nokkrum sinnum verið framlengd af stjórn félagsins. Það hefði aldrei verið auglýst því til hefði staðið að leggja Kadeco niður. Óvissa ríkti um framtíðarstarfsemi Kadeco en með ráðningu nýs framkvæmdastjóra má ætla að félagið ætli sér að halda fullum dampi. Stofnað við brotthvarf hersins Félagið Kadeco var stofnað 24. október 2006 í kjölfar lokunar Bandaríkjahers á herstöð sinni við Keflavíkurflugvöll í þeim tilgangi að taka við þeim eignum sem ekki yrðu nýttar áfram til flugvallarreksturs eða í öryggissamstarfi Norður-Atlantshafsbandalagsins. Á heimasíðu Kadeco segir að kjarnaverkefni félagsins sé að leiða þróun á landi ríkisins sem umlykur flugverndarsvæði Keflavíkurflugvallar. Kadeco komi að ýmsum verkefnum sem eiga það sameiginlegt að auka virði svæðisins. Pálmi Freyr hefur undanfarin ár starfað sem deildarstjóri og verkefnastjóri hjá Isavia við mótun og utanumhald þróunar- og uppbyggingaráætlana Keflavíkurflugvallar. Þá hefur hann jafnframt stýrt hönnunarsamkeppni og forvali vegna þróunaráætlunar, tekið þátt í vinnu við deiliskipulag og aðalskipulag flugvallarins. Telur vaxtarmöguleika gríðarlega Pálmi lauk meistaraprófi í borgarhönnun frá Háskólanum í Álaborg árið 2009 og grunnprófi í sama fagi frá sama háskóla 2003. Hann hefur setið fjölda ráðstefna og námskeiða varðandi þróun flugvallaborga. Pálmi starfaði áður sem verkefna- og teymisstjóri og borgarhönnuður hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Þar stýrði hann fjölmörgum verkefnum tengdum umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. „Ég er þakklátur fyrir það mikla traust sem stjórn Kadeco sýnir mér og hlakka til að takast á við þá áskorun að þróa það mikla land sem umlykur Keflavíkurflugvöll á grundvelli samkomulags ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia. Flugvallarsvæðið hefur gríðarlega vaxtarmöguleika enda um framtíðarsvæði landsins að ræða,“ segir Pálmi Freyr. Alls bárust 67 umsóknir um starfið og fékk stjórn Kadeco Capacent til þess að annast ráðningaferlið.
Keflavíkurflugvöllur Vistaskipti Tengdar fréttir Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30 14 milljarðar ávinningur ríkisins af sölu eigna á Ásbrú Fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs af sölu eigna á Ásbrú er um 14 milljarðar króna en síðustu eignirnar sem heyrðu áður undir gamla varnarliðssvæðið voru seldar á árinu. 27. júní 2019 07:00 Segist ekki hafa þekkt dóttur ráðherra þegar hann var skipaður stjórnarformaður Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. 27. júní 2019 12:15 Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Sveitarfélög lengi þrýst á nýtingu fjármuna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar Þegar bandaríski herinn fór frá Íslandi fyrir þrettán árum var félagið Kadeco stofnað, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Markmið félagsins var að stýra því hvernig svæðinu yrði breytt og eignir nýttar. Nú hefur félagið selt síðustu eignirnar á svæðinu. 27. júní 2019 12:30
14 milljarðar ávinningur ríkisins af sölu eigna á Ásbrú Fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs af sölu eigna á Ásbrú er um 14 milljarðar króna en síðustu eignirnar sem heyrðu áður undir gamla varnarliðssvæðið voru seldar á árinu. 27. júní 2019 07:00
Segist ekki hafa þekkt dóttur ráðherra þegar hann var skipaður stjórnarformaður Ísak Ernir vill alls ekki að umræðan um samband hans við Margréti trufli með neinum hætti hið mikilvæga verkefni. 27. júní 2019 12:15
Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00