Tárin runnu hjá Michael Jordan: Hluti af mér dó þegar Kobe dó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 08:00 Tárin runnu niður kinnar Jordan í ræðunni. Getty/Kevork Djansezian Michael Jordan hélt mjög tilfinningaríka ræðu á minningarathöfninni um Kobe Bryant sem fór fram í Staples Center í gær. Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant ætlaði sér alltaf að vera jafngóður ef ekki betri en Michael Jordan. Kobe náði því kannski alveg en komst upp á stall með þeim allra besta og átti magnaðan feril í NBA-deildinni. Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum í lok janúar. Í gær, 24.2, var haldin minningarathöfn um Bryant feðginin en þau spiluðu með númer 24 og 2 á bakinu. Michael Jordan fór upp í pontu og hélt eftirminnilega ræðu. Hann réð ekki við tárin þegar hann minntist litla bróður síns eins og hann kallaði Kobe. Michael Jordan got quite emotional while speaking at the memorial service for Kobe and Gianna Bryant. pic.twitter.com/z8YhHE2pT3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 24, 2020 Vanessa Bryant, kona Kobe Bryant, hélt ræðu á undan Michael Jordan og Jordan hjálpaði henni síðan niður af sviðinu áður en hann hélt sína ræðu. „Þegar Kobe dó þá dó líka hluti af mér. Þegar ég horfi yfir salinn og yfir allan heiminn þá held ég að hluti af ykkur öllum hafi líka dáið,“ sagði Michael Jordan meðal annars í ræðunni. „Hann vildi verða eins góður körfuboltamaður og hann gat orðið. Um leið og ég kynntist honum þá vildi ég verða besti stóri bróðir sem ég gat orðið,“ sagði Jordan. „Ég lofa ykkur því að hér eftir mun ég varðveita minningarnar vitandi það að ég átti lítinn bróður. Ég reyndi að hjálpa eins og ég gat,“ sagði Jordan. "When Kobe Bryant died, a piece of me died." —Michael Jordan during Kobe and Gianna's Celebration of Life pic.twitter.com/U2Lyj8AyUZ— ESPN (@espn) February 24, 2020 Michael Jordan réð ekki við tárin þegar hann hélt ræðuna þó svo að hann hefði lofað eiginkonu sinni að gráta ekki. „Ég sagi við konuna mína að ég ætlaði ekki að gráta. Ég hafði ekki áhuga á að sjá myndir af mér grátandi næstu þrjú eða fjögur árin,“ sagði Jordan en það varð raunin þegar hann táraðist í ræðu sinni þegar kappinn var tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans. Menn voru þá fljótir að fara leika sér af setja grátandi Jordan inn í alls konar aðstæður. Í salnum í gær voru goðsagnir eins og Magic Johnson, Shaquille O'Neal, Jerry West og Kareem Abdul-Jabbar en líka núverandi stjörnuleikmenn eins og þeir Stephen Curry, James Harden og Russell Westbrook. "I told my wife I wasn't gonna [cry], because I didn't want to see [another crying meme] for the next three to four years." Crying Jordan had some warm words for the Mamba. pic.twitter.com/pkCvU4bLoZ— SportsCenter (@SportsCenter) February 24, 2020 „Allir eru alltaf að bera okkur tvo saman en ég vildi bara tala um Kobe. Hvíldu í friði, litli bróðir,“ sagði Jordan. Það má sjá alla ræðu Michael Jordan hér fyrir neðan. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Michael Jordan hélt mjög tilfinningaríka ræðu á minningarathöfninni um Kobe Bryant sem fór fram í Staples Center í gær. Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant ætlaði sér alltaf að vera jafngóður ef ekki betri en Michael Jordan. Kobe náði því kannski alveg en komst upp á stall með þeim allra besta og átti magnaðan feril í NBA-deildinni. Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum í lok janúar. Í gær, 24.2, var haldin minningarathöfn um Bryant feðginin en þau spiluðu með númer 24 og 2 á bakinu. Michael Jordan fór upp í pontu og hélt eftirminnilega ræðu. Hann réð ekki við tárin þegar hann minntist litla bróður síns eins og hann kallaði Kobe. Michael Jordan got quite emotional while speaking at the memorial service for Kobe and Gianna Bryant. pic.twitter.com/z8YhHE2pT3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 24, 2020 Vanessa Bryant, kona Kobe Bryant, hélt ræðu á undan Michael Jordan og Jordan hjálpaði henni síðan niður af sviðinu áður en hann hélt sína ræðu. „Þegar Kobe dó þá dó líka hluti af mér. Þegar ég horfi yfir salinn og yfir allan heiminn þá held ég að hluti af ykkur öllum hafi líka dáið,“ sagði Michael Jordan meðal annars í ræðunni. „Hann vildi verða eins góður körfuboltamaður og hann gat orðið. Um leið og ég kynntist honum þá vildi ég verða besti stóri bróðir sem ég gat orðið,“ sagði Jordan. „Ég lofa ykkur því að hér eftir mun ég varðveita minningarnar vitandi það að ég átti lítinn bróður. Ég reyndi að hjálpa eins og ég gat,“ sagði Jordan. "When Kobe Bryant died, a piece of me died." —Michael Jordan during Kobe and Gianna's Celebration of Life pic.twitter.com/U2Lyj8AyUZ— ESPN (@espn) February 24, 2020 Michael Jordan réð ekki við tárin þegar hann hélt ræðuna þó svo að hann hefði lofað eiginkonu sinni að gráta ekki. „Ég sagi við konuna mína að ég ætlaði ekki að gráta. Ég hafði ekki áhuga á að sjá myndir af mér grátandi næstu þrjú eða fjögur árin,“ sagði Jordan en það varð raunin þegar hann táraðist í ræðu sinni þegar kappinn var tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans. Menn voru þá fljótir að fara leika sér af setja grátandi Jordan inn í alls konar aðstæður. Í salnum í gær voru goðsagnir eins og Magic Johnson, Shaquille O'Neal, Jerry West og Kareem Abdul-Jabbar en líka núverandi stjörnuleikmenn eins og þeir Stephen Curry, James Harden og Russell Westbrook. "I told my wife I wasn't gonna [cry], because I didn't want to see [another crying meme] for the next three to four years." Crying Jordan had some warm words for the Mamba. pic.twitter.com/pkCvU4bLoZ— SportsCenter (@SportsCenter) February 24, 2020 „Allir eru alltaf að bera okkur tvo saman en ég vildi bara tala um Kobe. Hvíldu í friði, litli bróðir,“ sagði Jordan. Það má sjá alla ræðu Michael Jordan hér fyrir neðan.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira