Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2020 11:38 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Icelandair Group stefnir á að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja samkeppnishæfni til lengri tíma. Forstjóri Icelandair segir að þótt staðan sé erfið og óvissan mikil á þessu stigi, sé hann bjartsýnn á tækifæri félagsins og íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Hann vonar að viðræður við stéttarfélög muni skila árangri, annars verði ekkert fé frá fjárfestum að fá. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur leikið flugfélög um allan heim grátt og keppast þau við að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi. Icelandair er þar engin undantekning en Bogi Níls Bogason, forstjóri Icelandair, segir félagið nú standa frami fyrir því verkefni að reyna að tryggja samkeppnishæfi þess til framtíðar. Hlutafjárútboð sé liður í því. „Við hófum þessa vinnu fyrir um hálfum mánuði síðan og tilkynntum um hana í Kauphöllinni á mánudaginn í síðustu viku. Við erum að vinna í þessu á fullu og vorum að greina frá því í morgun að við hefðum ákveðið að fara í hlutfjáraukningu á næstunni en frekari smáatriði liggja ekki fyrir á þessu stigi“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Sjá einnig: Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Í augnablikinu sé óvissan mikil og erfitt að segja til um hvenær þetta ástand verði yfirstaðið. Nú leggi félagið áherslu á að styrkja efnahagsreikning og lausafjárstöðu til lengri tíma. „Við horfum líka á það að Ísland mun hafa mikil tækifæri sem ferðamannaland eftir að óvissutímabilinu lýkur. Það verður meiri eftirspurn eftir því að koma í víðfemið hér en að fara í stórborgir, að okkar mati,“ segir Bogi. „Jafnframt teljum við að það séu mikil tækifæri fyrir tengimiðstöðina Ísland milli Evrópu og Norður-Ameríku í kjölfar gerjunar sem er að eiga sér stað í flugheiminum. Við viljum því bæði komast í gegnum þessa stöðu núna en líka vera með mjög sterka stöðu til að nýta þau tækifæri sem uppi verði þegar óvissunni lýkur.“ Fyrirsjánleiki forsenda fjár Fyrirhugað útboð er háð samþykki hluthafafundar og því að viðræður við stéttarfélög skili árangri. „Samningar við okkar flugstéttir eru annað hvort að losna eða eru þegar lausir. Það liggur fyrir að fjárfestar munu ekki setja inn nýtt fé í félagið nema að það sé ákveðin fyrirsjáanleiki hvað þessa þætti varðar. Í eðlilegu árferði er launakostnaður flugstétta um 75 prósent af launakostnaði félagsins og því eðlilegt að þegar fjárfestar eru beðnir um að koma með nýtt fé í félagið að þeir fari fram á það að það sé ákveðinn fyrirsjáanleiki hvað þennan kostnaðarlið varðar.“ Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Icelandair Group stefnir á að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja samkeppnishæfni til lengri tíma. Forstjóri Icelandair segir að þótt staðan sé erfið og óvissan mikil á þessu stigi, sé hann bjartsýnn á tækifæri félagsins og íslenskrar ferðaþjónustu til framtíðar. Hann vonar að viðræður við stéttarfélög muni skila árangri, annars verði ekkert fé frá fjárfestum að fá. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur leikið flugfélög um allan heim grátt og keppast þau við að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi. Icelandair er þar engin undantekning en Bogi Níls Bogason, forstjóri Icelandair, segir félagið nú standa frami fyrir því verkefni að reyna að tryggja samkeppnishæfi þess til framtíðar. Hlutafjárútboð sé liður í því. „Við hófum þessa vinnu fyrir um hálfum mánuði síðan og tilkynntum um hana í Kauphöllinni á mánudaginn í síðustu viku. Við erum að vinna í þessu á fullu og vorum að greina frá því í morgun að við hefðum ákveðið að fara í hlutfjáraukningu á næstunni en frekari smáatriði liggja ekki fyrir á þessu stigi“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Sjá einnig: Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Í augnablikinu sé óvissan mikil og erfitt að segja til um hvenær þetta ástand verði yfirstaðið. Nú leggi félagið áherslu á að styrkja efnahagsreikning og lausafjárstöðu til lengri tíma. „Við horfum líka á það að Ísland mun hafa mikil tækifæri sem ferðamannaland eftir að óvissutímabilinu lýkur. Það verður meiri eftirspurn eftir því að koma í víðfemið hér en að fara í stórborgir, að okkar mati,“ segir Bogi. „Jafnframt teljum við að það séu mikil tækifæri fyrir tengimiðstöðina Ísland milli Evrópu og Norður-Ameríku í kjölfar gerjunar sem er að eiga sér stað í flugheiminum. Við viljum því bæði komast í gegnum þessa stöðu núna en líka vera með mjög sterka stöðu til að nýta þau tækifæri sem uppi verði þegar óvissunni lýkur.“ Fyrirsjánleiki forsenda fjár Fyrirhugað útboð er háð samþykki hluthafafundar og því að viðræður við stéttarfélög skili árangri. „Samningar við okkar flugstéttir eru annað hvort að losna eða eru þegar lausir. Það liggur fyrir að fjárfestar munu ekki setja inn nýtt fé í félagið nema að það sé ákveðin fyrirsjáanleiki hvað þessa þætti varðar. Í eðlilegu árferði er launakostnaður flugstétta um 75 prósent af launakostnaði félagsins og því eðlilegt að þegar fjárfestar eru beðnir um að koma með nýtt fé í félagið að þeir fari fram á það að það sé ákveðinn fyrirsjáanleiki hvað þennan kostnaðarlið varðar.“
Icelandair Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15
Til greina komi að skera flotann niður um helming Icelandair hefur undanfarna daga rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. 17. apríl 2020 07:52