Viðskipti innlent

Landsbankinn lækkar vexti

Hrund Þórsdóttir skrifar
Landsbankinn hefur lækkað vexti og tekur ný vaxtatafla gildi á föstudaginn.
Landsbankinn hefur lækkað vexti og tekur ný vaxtatafla gildi á föstudaginn. VÍSIR/Hanna

Landsbankinn hefur lækkað vexti til einstaklinga og fyrirtækja og mun ný vaxtatafla taka gildi á föstudagsmorguninn næsta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Breytilegir vextir íbúðalána lækka um 0,4 prósentustig. Eftir breytinguna verða breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána 4,5% og breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána 2,8%.

Fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir til 36 og 60 mánaða verða lækkaðir um 0,3 prósentustig, sem og fastir verðtryggðir íbúðalánavextir til 60 mánaða. Óverðtryggðir og verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,3 prósentustig.

Yfirdráttarvextir lækka um 0,3-0,5 prósentustig og breytilegir vextir á bíla- og tækjalánum lækka um 0,3 prósentustig.

Innlánsvextir almennra veltureikninga verða óbreyttir en aðrir algengir innlánsvextir lækka um 0,3-0,5 prósentustig.

Nánari upplýsingar munu koma fram í nýrri vaxtatöflu Landsbankans sem tekur gildi á föstudaginn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×