Viðræðum slitið og Icelandair kannar aðra möguleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 14:38 Frá fundalotu samninganefndanna á þriðjudag. vísir/egill Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. Fundurinn hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara en ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni. Of mikið beri ennþá á milli. Icelandair sendi tilkynningu á Kauphöllina núna á þriðja tímanum þar sem það segir ólíklegt að það muni ná að landa samningi við Flugfreyjufélag Íslands. Félagið muni kanna allar mögulegar útfærslur áður en ákveðið verður um næstu skref. Að öllu óbreyttu verður ekki lengra komist í viðræðum við FFÍ. Í yfirlýsingu til fjölmiðla segir Icelandair að flugfreyjur hafi hafnað lokatilboði félagsins. Það hafi innihaldið eftirgjöf frá fyrri tilboðum sem eiga að hafa komið til móts við sjónarmið félagsmanna. „Tilboðið fól meðal annars í sér hækkun allra grunnlauna, með sérstakri áherslu á lægstu laun, val um starfshlutfall, að flugstundahámörk innan mánaðar væru færð niður, auk þess sem skorður voru settar um hámarksfjölda lausráðinna flugfreyja og flugþjóna,“ segir í orðsendingu Icelandair. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Bogi Nils Bogason segir niðurstöðuna vonbrigði.Vísir/Egill „Þetta var okkar lokatilboð og byggir það á sama grunni og þeir samningar sem gerðir hafa verið við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja. Í tilboðinu eru fólgnar grunnlaunahækkanir, aukinn sveigjanleiki varðandi vinnutíma en á sama tíma tryggir það samkeppnishæfni og sveigjanleika Icelandair. Því miður verður ekki lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og þurfum við nú að skoða aðrar leiðir. Við ætlum okkur að koma félaginu í gegnum þær krefjandi aðstæður sem nú ríkja og styrkja rekstur þess til framtíðar.” Mikill þrýstingur er á samninganefndir félaganna að ljúka viðræðunum fyrir föstudag þegar Icelandair hefur boðað til hluthafafundar, í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefndir flugmanna og flugvirkja hafa þegar gengið að fimm ára kjarasamningi. Félagsmenn Flugvirkjafélagsins samþykktu kjarsamninginn en atkvæðagreiðslu um hann lauk í dag. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á föstudag, skömmu áður en hluthafafundurinn hefst. Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43 Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag, án niðurstöðu. Fundurinn hófst klukkan 10 í morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara en ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni. Of mikið beri ennþá á milli. Icelandair sendi tilkynningu á Kauphöllina núna á þriðja tímanum þar sem það segir ólíklegt að það muni ná að landa samningi við Flugfreyjufélag Íslands. Félagið muni kanna allar mögulegar útfærslur áður en ákveðið verður um næstu skref. Að öllu óbreyttu verður ekki lengra komist í viðræðum við FFÍ. Í yfirlýsingu til fjölmiðla segir Icelandair að flugfreyjur hafi hafnað lokatilboði félagsins. Það hafi innihaldið eftirgjöf frá fyrri tilboðum sem eiga að hafa komið til móts við sjónarmið félagsmanna. „Tilboðið fól meðal annars í sér hækkun allra grunnlauna, með sérstakri áherslu á lægstu laun, val um starfshlutfall, að flugstundahámörk innan mánaðar væru færð niður, auk þess sem skorður voru settar um hámarksfjölda lausráðinna flugfreyja og flugþjóna,“ segir í orðsendingu Icelandair. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Bogi Nils Bogason segir niðurstöðuna vonbrigði.Vísir/Egill „Þetta var okkar lokatilboð og byggir það á sama grunni og þeir samningar sem gerðir hafa verið við stéttarfélög flugmanna og flugvirkja. Í tilboðinu eru fólgnar grunnlaunahækkanir, aukinn sveigjanleiki varðandi vinnutíma en á sama tíma tryggir það samkeppnishæfni og sveigjanleika Icelandair. Því miður verður ekki lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og þurfum við nú að skoða aðrar leiðir. Við ætlum okkur að koma félaginu í gegnum þær krefjandi aðstæður sem nú ríkja og styrkja rekstur þess til framtíðar.” Mikill þrýstingur er á samninganefndir félaganna að ljúka viðræðunum fyrir föstudag þegar Icelandair hefur boðað til hluthafafundar, í aðdraganda hlutafjárútboðs þar sem safna á allt að 29 milljörðum. Hluthafar Icelandair eru sagðir hafa krafist þess að gengið yrði frá kjarasamningum við flugstéttir fyrir hlutafjárútboðið. Samningarnir þurfi að auka samkeppnishæfni flugfélagsins og vera til langs tíma, til að auka fyrirsjánleika í rekstri félagsins. Samninganefndir flugmanna og flugvirkja hafa þegar gengið að fimm ára kjarasamningi. Félagsmenn Flugvirkjafélagsins samþykktu kjarsamninginn en atkvæðagreiðslu um hann lauk í dag. Atkvæðagreiðslu flugmanna lýkur á föstudag, skömmu áður en hluthafafundurinn hefst.
Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43 Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Icelandair segist ekki hafa átt í viðræðum við önnur stéttarfélög Icelandair segist vera í kjarasamningaviðræðum sínum við Flugfreyjufélag Íslands af heilindum. Ekki hafi komið til tals að semja við annað stéttarfélög um störf flugfreyja og þjóna. 20. maí 2020 12:43
Flugfreyjur og Icelandair byrjuð að funda á ný Fundur samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Icelandair hófst núna klukkan hálf níu í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. 20. maí 2020 09:41