Uppsagnir fyrirhugaðar hjá Icelandair vegna kórónuveirunnar Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 18:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir útlit fyrir að félagið þurfi að grípa til uppsagna vegna ástandsins sem nú ríkir á flugmarkaði. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir flugi verði frekar lítil næstu vikur og jafnvel mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við erum að horfa til þess að eftirspurnin hefur minnkað mjög mikið og það sem við getum gert til þess að bregðast við því er að aðlaga framboðið og við erum bara að vinna að mótvægisaðgerðum núna þessa dagana,“ sagði Bogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sjá einnig: Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við verðum að taka ákvarðanir sem eru bæði erfiðar og geta verið sársaukafullar, við verðum að gera það.“ Hann segir þá ábyrgð hvíla á stjórnendum fyrirtækisins að koma því vel í gegnum þá erfiðu stöðu sem nú ríki. „Þegar við minnkum okkar framboð þá þýðir það að það þarf færra fólk. Við erum að sjá þetta gerast í kringum okkur hjá flugfélögum á Norðurlöndum og víðar að það er verið að skera niður og fækka fólki og það er alveg ljóst að við verðum að gera slíkt hið sama.“ Nú þegar hefur flugfélagið ákveðið að hætta við áttatíu flugferðir í mars og apríl en í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun segist Icelandair ekki getað útilokað að fleiri ferðum verði aflýst. Félagið segir að niðurfellingum sé ætlað að vernda fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins. Sjá einnig: Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Erum við þá að tala um heilt yfir línuna, það er að segja áhafnir og á skrifstofu? „Ja, plönin liggja ekki fyrir en ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum að horfa yfir allt sviðið hjá okkur.“ Stjórnendur félagsins reikna með því eins og fyrr segir að eftirspurn verði frekar dræm næstu vikur og mánuði. Þeir vonast hins vegar til þess að það fari aftur að birta til síðar á árinu. „Við teljum það áfram að fólk vilji ferðast.“ Fram kom í tilkynningunni sem félagið sendi frá sér í dag að Icelandair fylgist nú vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. Unnið væri að því að endurmeta flugáætlun í ljósi minnkandi eftirspurnar og færri bókana. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29 Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir útlit fyrir að félagið þurfi að grípa til uppsagna vegna ástandsins sem nú ríkir á flugmarkaði. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir flugi verði frekar lítil næstu vikur og jafnvel mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við erum að horfa til þess að eftirspurnin hefur minnkað mjög mikið og það sem við getum gert til þess að bregðast við því er að aðlaga framboðið og við erum bara að vinna að mótvægisaðgerðum núna þessa dagana,“ sagði Bogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sjá einnig: Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við verðum að taka ákvarðanir sem eru bæði erfiðar og geta verið sársaukafullar, við verðum að gera það.“ Hann segir þá ábyrgð hvíla á stjórnendum fyrirtækisins að koma því vel í gegnum þá erfiðu stöðu sem nú ríki. „Þegar við minnkum okkar framboð þá þýðir það að það þarf færra fólk. Við erum að sjá þetta gerast í kringum okkur hjá flugfélögum á Norðurlöndum og víðar að það er verið að skera niður og fækka fólki og það er alveg ljóst að við verðum að gera slíkt hið sama.“ Nú þegar hefur flugfélagið ákveðið að hætta við áttatíu flugferðir í mars og apríl en í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun segist Icelandair ekki getað útilokað að fleiri ferðum verði aflýst. Félagið segir að niðurfellingum sé ætlað að vernda fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins. Sjá einnig: Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Erum við þá að tala um heilt yfir línuna, það er að segja áhafnir og á skrifstofu? „Ja, plönin liggja ekki fyrir en ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum að horfa yfir allt sviðið hjá okkur.“ Stjórnendur félagsins reikna með því eins og fyrr segir að eftirspurn verði frekar dræm næstu vikur og mánuði. Þeir vonast hins vegar til þess að það fari aftur að birta til síðar á árinu. „Við teljum það áfram að fólk vilji ferðast.“ Fram kom í tilkynningunni sem félagið sendi frá sér í dag að Icelandair fylgist nú vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. Unnið væri að því að endurmeta flugáætlun í ljósi minnkandi eftirspurnar og færri bókana.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29 Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29
Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24