Verstappen framlengir og ætlar að verða heimsmeistari með Red Bull Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2020 18:00 Verstappen hefur unnið átta keppnir síðan hann byrjaði að aka fyrir Red Bull 2016. vísir/getty Hollenski ökuþórinn Max Verstappen hefur framlengt samning sinn við Red Bull. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2023. Verstappen var orðaður við Mercedes og Ferrari en nú er ljóst að hann verður hjá Red Bull næstu árin. Hinn 22 ára Verstappen hóf ferilinn með Toro Rosso 2015. Ári seinna byrjaði hann keppa fyrir Red Bull. Hann vann Spánarkappaksturinn í frumraun sinni með Red Bull, aðeins 18 ára og 228 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur unnið keppni í Formúlu 1. Á síðasta tímabili lenti Verstappen í 3. sæti í keppni ökuþóra. Hann vann þrjár keppnir og komst níu sinnum á verðlaunapall. „Red Bull trúði á mig og gaf mér tækifæri í Formúlu 1 sem ég hef alltaf verið þakklátur fyrir,“ sagði Verstappen eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Ég vil vinna með Red Bull og markmiðið er að sjálfsögðu að berjast um heimsmeistaratitilinn.“Undir lok síðasta árs skrifaði Charles Leclerc undir nýjan fimm ára samning við Ferrari. Tvær helstu vonarstjörnur Formúlu 1 hafa því skrifað undir langtíma samninga við lið sín. Formúla Tengdar fréttir Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hollenski ökuþórinn Max Verstappen hefur framlengt samning sinn við Red Bull. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2023. Verstappen var orðaður við Mercedes og Ferrari en nú er ljóst að hann verður hjá Red Bull næstu árin. Hinn 22 ára Verstappen hóf ferilinn með Toro Rosso 2015. Ári seinna byrjaði hann keppa fyrir Red Bull. Hann vann Spánarkappaksturinn í frumraun sinni með Red Bull, aðeins 18 ára og 228 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur unnið keppni í Formúlu 1. Á síðasta tímabili lenti Verstappen í 3. sæti í keppni ökuþóra. Hann vann þrjár keppnir og komst níu sinnum á verðlaunapall. „Red Bull trúði á mig og gaf mér tækifæri í Formúlu 1 sem ég hef alltaf verið þakklátur fyrir,“ sagði Verstappen eftir að hafa skrifað undir samninginn. „Ég vil vinna með Red Bull og markmiðið er að sjálfsögðu að berjast um heimsmeistaratitilinn.“Undir lok síðasta árs skrifaði Charles Leclerc undir nýjan fimm ára samning við Ferrari. Tvær helstu vonarstjörnur Formúlu 1 hafa því skrifað undir langtíma samninga við lið sín.
Formúla Tengdar fréttir Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Ungstirnið gerir fimm ára samning við Ferrari Ferrari hefur verðlaunað Charles Lecrec með nýjum samningi. 23. desember 2019 18:30