Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 11:00 Viggó Kristjánsson er einn af nýliðum Guðmundar Guðmundsson á þessu EM. Mynd/HSÍ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. Nýliðarnir í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti eru 19 ára markvörður, 20 ára línumaður og 26 ára hægri skytta. Þetta eru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannsson og Viggó Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá brot á kynningu á nýliðum landsliðsins af heimasíðu HSÍ.Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu.Viggó Kristjánsson er 26 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október síðastliðinn gegn Svíum. Síðan hefur hann bætt tveimur leikjum við í safnið. Viggó var í yngri flokkum Gróttu og lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins. Viggó flutti til Þýskalands á síðasta sumri og samdi við SC DHfK Leipzig. Vera Viggós hjá liðinu var styttri en vonir stóðu til því hann var seldur til Wetzlar í nóvember þegar liðinu vantaði örvhenta skyttu. Skrifaði hann undir samning við Wetzlar til loka leiktíðar í vor en þá gengur Viggó til liðs við TVB Stuttgart.Sveinn Jóhannsson er tvítugur línumaður danska félagsins SönderjyskE en hann er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Svíum í október en hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Sveinn spilaði í eitt tímabil með ÍR áður en hann fór út til Danmörku en er uppalinn í Fjölni. Guðmundur Guðmundsson hefur sjálfur gefið tíu af sautján leikmönnum íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti sitt fyrsta tækifæri til að spila fyrir Ísland á stórmóti. Þar af eru fjórir leikmenn sem fengu stórmótaskírn sína þegar Guðmundur þjálfaði liðið í annað skiptið frá 2008 til 2012.Nýliðar Guðmundar Guðmundssonar á HM 2019 Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Daníel Þór Ingason Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson Óðinn Þór RíkharðssonNýliðar Guðmundar Guðmundssonar á EM 2020 Viktor Gísli Hallgrímsson Viggó Kristjánsson Sveinn JóhannssonHvaða þjálfari gaf hinum fyrsta tækifærið á stórmótiÞorbjörn Jensson (1) Guðjón Valur SigurðssonViggó Sigurðsson (1) Alexander PeterssonGuðmundur Guðmundsson (4) Björgvin Páll Gústavsson Aron Pálmarsson Kári Kristján Kristjánsson Ólafur GuðmundssonAron Kristjánsson (1) Arnór Þór GunnarssonGeir Sveinsson (4) Janus Daði Smárason Bjarki Már Elísson Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason EM 2020 í handbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. Nýliðarnir í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti eru 19 ára markvörður, 20 ára línumaður og 26 ára hægri skytta. Þetta eru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannsson og Viggó Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá brot á kynningu á nýliðum landsliðsins af heimasíðu HSÍ.Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu.Viggó Kristjánsson er 26 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október síðastliðinn gegn Svíum. Síðan hefur hann bætt tveimur leikjum við í safnið. Viggó var í yngri flokkum Gróttu og lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins. Viggó flutti til Þýskalands á síðasta sumri og samdi við SC DHfK Leipzig. Vera Viggós hjá liðinu var styttri en vonir stóðu til því hann var seldur til Wetzlar í nóvember þegar liðinu vantaði örvhenta skyttu. Skrifaði hann undir samning við Wetzlar til loka leiktíðar í vor en þá gengur Viggó til liðs við TVB Stuttgart.Sveinn Jóhannsson er tvítugur línumaður danska félagsins SönderjyskE en hann er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Svíum í október en hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Sveinn spilaði í eitt tímabil með ÍR áður en hann fór út til Danmörku en er uppalinn í Fjölni. Guðmundur Guðmundsson hefur sjálfur gefið tíu af sautján leikmönnum íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti sitt fyrsta tækifæri til að spila fyrir Ísland á stórmóti. Þar af eru fjórir leikmenn sem fengu stórmótaskírn sína þegar Guðmundur þjálfaði liðið í annað skiptið frá 2008 til 2012.Nýliðar Guðmundar Guðmundssonar á HM 2019 Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Daníel Þór Ingason Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson Óðinn Þór RíkharðssonNýliðar Guðmundar Guðmundssonar á EM 2020 Viktor Gísli Hallgrímsson Viggó Kristjánsson Sveinn JóhannssonHvaða þjálfari gaf hinum fyrsta tækifærið á stórmótiÞorbjörn Jensson (1) Guðjón Valur SigurðssonViggó Sigurðsson (1) Alexander PeterssonGuðmundur Guðmundsson (4) Björgvin Páll Gústavsson Aron Pálmarsson Kári Kristján Kristjánsson Ólafur GuðmundssonAron Kristjánsson (1) Arnór Þór GunnarssonGeir Sveinsson (4) Janus Daði Smárason Bjarki Már Elísson Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason
EM 2020 í handbolta Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita