Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna Sylvía Hall skrifar 17. maí 2020 12:42 Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands. Vísir/Getty Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. Auður Björgólfs er metinn á 1.563 milljónir punda, sem samsvarar um 275 milljörðum króna, og situr hann í 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Kjarnans þar sem fram kemur að Björgólfur falli um eitt sæti á listanum milli ára. Hann hafi setið í 91. sæti listans árið 2018 og eignir hans hafi síðan þá dregist saman um 16 milljarða króna. Listinn er samansettur af fólki sem býr og starfar í Bretlandi, en Björgólfur hefur verið búsettur í London um árabil og er eini Íslendingurinn á listanum. Hann hefur verið umsvifamikill í viðskiptum hér á landi sem og erlendis en auður hans er aðallega í gegnum fjárfestingafélagið Novator ehf. Frumkvöðullinn Sir James Dyson situr í efsta sæti listans en auðæfi hans jukust um 633 milljarða íslenskra króna milli ára. Hann er frægastur fyrir að hafa fundið upp pokalausar ryksugur á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dyson nær efsta sæti listans en hann tekur við toppsætinu af bræðrunum Sri og Gopi Hinduja sem eiga fjölskyldufyrirtækið Hinduja Group, en félagið hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum í fjármálastarfsemi, heilbrigðisstarfsemi og iðnaði. Bretland Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal hundrað ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýjum lista The Sunday Times. Auður Björgólfs er metinn á 1.563 milljónir punda, sem samsvarar um 275 milljörðum króna, og situr hann í 92. sæti listans. Þetta kemur fram á vef Kjarnans þar sem fram kemur að Björgólfur falli um eitt sæti á listanum milli ára. Hann hafi setið í 91. sæti listans árið 2018 og eignir hans hafi síðan þá dregist saman um 16 milljarða króna. Listinn er samansettur af fólki sem býr og starfar í Bretlandi, en Björgólfur hefur verið búsettur í London um árabil og er eini Íslendingurinn á listanum. Hann hefur verið umsvifamikill í viðskiptum hér á landi sem og erlendis en auður hans er aðallega í gegnum fjárfestingafélagið Novator ehf. Frumkvöðullinn Sir James Dyson situr í efsta sæti listans en auðæfi hans jukust um 633 milljarða íslenskra króna milli ára. Hann er frægastur fyrir að hafa fundið upp pokalausar ryksugur á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í fyrsta sinn sem Dyson nær efsta sæti listans en hann tekur við toppsætinu af bræðrunum Sri og Gopi Hinduja sem eiga fjölskyldufyrirtækið Hinduja Group, en félagið hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum í fjármálastarfsemi, heilbrigðisstarfsemi og iðnaði.
Bretland Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira