Lífið

Modern Family og Anchorman-leikarinn Fred Willard er allur

Atli Ísleifsson skrifar
Fred Willard varð 86  ára gamall.
Fred Willard varð 86  ára gamall. Getty

Bandaríski gamanleikarinn Fred Willard er látinn, 86 ára að aldri. 

Willard gerði garðinn frægan fyrir hlutverk sitt í myndum á borð við This Is Spinal Tap og Anchorman-myndunum og þáttum líkt og Everybody Loves Raymond og Modern Family.

Dóttir Willard staðfesti andlát föður síns í samtali við við Rolling Stone. Sagði hún að Willard hafi látist af náttúrulegum orsökum.

Willard fór með hlutverk Frank, föður Phil Dunphy í Modern Family þáttunum og hlutverk Ed Harken, yfirmanns Ron Burgundy í Anchorman-myndunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.