Golf

Sautján ára forystusauður og Guðrún tveimur höggum á undan Ólafíu

Sindri Sverrisson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með forystuna í Mosfellsbæ.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með forystuna í Mosfellsbæ. MYND/SETH@GOLF.IS

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með tveggja högga forskot á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir tvo hringi af þremur á ÍSAM-mótinu í golfi í Mosfellsbæ. Áhugakylfingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR er efstur í karlaflokki.

Guðrún hafði fjögurra högga forskot eftir fyrsta hring sem hún lék á nýju vallarmeti Hlíðavallar eða 68 höggum. Hún lék seinni hringinn í dag hins vegar á 74 höggum og er því samtals á -2 höggum. Ólafía lék á pari nú síðdegis líkt og fyrri hringinn í dag, og stefnir því í harða keppni á þriðja og síðasta hringnum á morgun. Valdís Þóra Jónsdóttir er tíu höggum á eftir Guðrúnu eftir að hafa leikið á 79 höggum seinni hringinn í dag.

Dagbjartur Sigurbrandsson er aðeins 17 ára en er efstur á ÍSAM-mótinu eftir daginn.MYND/SETH@GOLF.IS

Dagbjartur, sem er aðeins 17 ára, lék afar vel í dag eða á 70 höggum fyrri hringinn og svo 68 höggum síðdegis. Hann er því samtals á -6 höggum, með tveggja högga forskot á annan áhugakylfing, heimamanninn Björn Óskar Guðjónsson. Mótið gefur stig inn á heimslista áhugamanna.

Efstir atvinnukylfinga eru þeir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson sem leikið hafa samtals á -2 höggum, líkt og Kristófer Orri Þórðarson. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er samtals á pari eftir 69 högga seinni hring í dag, en Haraldur Franklín Magnús er á +2 höggum í 16.-18. sæti.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.