Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 18:55 Útlitið er dökkt fyrir hagkerfi heimsins. Kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir til að stemma stigu við honum hefur leitt til lokunar fyrirtækja og þjónustu og eftirspurn hefur hrunið. AGS telur kreppuna sem heimurinn stendur nú frammi fyrir án hliðstæðu á síðari tímum. Vísir/EPA Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. Sjóðurinn spáir 3% samdrætti á heimsvísu á þessu ári og segir heiminn standa frammi fyrir neyðarástandi sem eigi sér ekki hliðstæðu. Hann varar jafnframt við því að dragist faraldurinn á langinn muni það reyna á getu ríkisstjórna og seðlabanka til að hafa hemil á ástandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, segir að landsframleiðsla ríkja heims gæti dregist saman um níu biljónir dollara á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir að hagvöxtur gæti náð sér á strik á næsti ári ef faraldurinn rénar á seinni hluta þessa árs verði landsframleiðsla enn minni en áður en faraldurinn brast á. „Mun verri vaxtarsviðsmyndir eru mögulegar og kannski jafnvel líklegar,“ segir Gopinath sem bendir á að þetta sé í fyrsta skipti frá Kreppunni miklu sem búist er við því að jafnt iðn- sem þróunarríki lendi í samdrætti. Þannig er nú spáð 6,5% samdrætti í Bretlandi á þessu ári og bandaríska hagkerfið gæti skroppið saman um 5,9%. Vestanhafs er jafnframt spáð allt að 10,4% atvinnuleysi á árinu. Fleiri þurfa niðurfellingu skulda næstu misserin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í dag að fella niður afborganir 25 ríkja af skuldum þeirra í sex mánuði, fyrst og fremst fátækra Afríku- og Asíulanda, til að létta þeim lífið á meðan heimsfaraldurinn geisar. Sjóðurinn telur að fjöldi ríkja eigi eftir að þurfa á frekari niðurfellingu skulda á næstu mánuðum og árum. Þrátt fyrir efnahagslega blóðtöku leggur sjóðurinn áherslu á að aðgerðir ríkja heims til þess að hefta útbreiðslu faraldursins eins og félagsforðun og sóttkví séu bráðnauðsynlegar. Samdrátturinn hefði getað orðið enn verri ef ekki hefði verið gripið til slíkra aðgerða. Leggur sjóðurinn til að ríki setji aukið fé í heilbrigðiskerfið og styðji launafólk og fyrirtæki fjárhagslega. Seðlabankar þurfi að halda áfram að örva hagkerfið og stjórnvöld þurfi að gera skýrar áætlanir um hvernig ríkin nái vopnum sínum eftir að faraldurinn er um garð genginn. Þá sé mikilvægt að ríki heims vinni saman að því að þróa og dreifa bóluefni og meðferð gegn sýkingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Sjá meira
Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. Sjóðurinn spáir 3% samdrætti á heimsvísu á þessu ári og segir heiminn standa frammi fyrir neyðarástandi sem eigi sér ekki hliðstæðu. Hann varar jafnframt við því að dragist faraldurinn á langinn muni það reyna á getu ríkisstjórna og seðlabanka til að hafa hemil á ástandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, segir að landsframleiðsla ríkja heims gæti dregist saman um níu biljónir dollara á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir að hagvöxtur gæti náð sér á strik á næsti ári ef faraldurinn rénar á seinni hluta þessa árs verði landsframleiðsla enn minni en áður en faraldurinn brast á. „Mun verri vaxtarsviðsmyndir eru mögulegar og kannski jafnvel líklegar,“ segir Gopinath sem bendir á að þetta sé í fyrsta skipti frá Kreppunni miklu sem búist er við því að jafnt iðn- sem þróunarríki lendi í samdrætti. Þannig er nú spáð 6,5% samdrætti í Bretlandi á þessu ári og bandaríska hagkerfið gæti skroppið saman um 5,9%. Vestanhafs er jafnframt spáð allt að 10,4% atvinnuleysi á árinu. Fleiri þurfa niðurfellingu skulda næstu misserin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í dag að fella niður afborganir 25 ríkja af skuldum þeirra í sex mánuði, fyrst og fremst fátækra Afríku- og Asíulanda, til að létta þeim lífið á meðan heimsfaraldurinn geisar. Sjóðurinn telur að fjöldi ríkja eigi eftir að þurfa á frekari niðurfellingu skulda á næstu mánuðum og árum. Þrátt fyrir efnahagslega blóðtöku leggur sjóðurinn áherslu á að aðgerðir ríkja heims til þess að hefta útbreiðslu faraldursins eins og félagsforðun og sóttkví séu bráðnauðsynlegar. Samdrátturinn hefði getað orðið enn verri ef ekki hefði verið gripið til slíkra aðgerða. Leggur sjóðurinn til að ríki setji aukið fé í heilbrigðiskerfið og styðji launafólk og fyrirtæki fjárhagslega. Seðlabankar þurfi að halda áfram að örva hagkerfið og stjórnvöld þurfi að gera skýrar áætlanir um hvernig ríkin nái vopnum sínum eftir að faraldurinn er um garð genginn. Þá sé mikilvægt að ríki heims vinni saman að því að þróa og dreifa bóluefni og meðferð gegn sýkingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Sjá meira
Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38