Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 18:55 Útlitið er dökkt fyrir hagkerfi heimsins. Kórónuveirufaraldurinn og aðgerðir til að stemma stigu við honum hefur leitt til lokunar fyrirtækja og þjónustu og eftirspurn hefur hrunið. AGS telur kreppuna sem heimurinn stendur nú frammi fyrir án hliðstæðu á síðari tímum. Vísir/EPA Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. Sjóðurinn spáir 3% samdrætti á heimsvísu á þessu ári og segir heiminn standa frammi fyrir neyðarástandi sem eigi sér ekki hliðstæðu. Hann varar jafnframt við því að dragist faraldurinn á langinn muni það reyna á getu ríkisstjórna og seðlabanka til að hafa hemil á ástandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, segir að landsframleiðsla ríkja heims gæti dregist saman um níu biljónir dollara á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir að hagvöxtur gæti náð sér á strik á næsti ári ef faraldurinn rénar á seinni hluta þessa árs verði landsframleiðsla enn minni en áður en faraldurinn brast á. „Mun verri vaxtarsviðsmyndir eru mögulegar og kannski jafnvel líklegar,“ segir Gopinath sem bendir á að þetta sé í fyrsta skipti frá Kreppunni miklu sem búist er við því að jafnt iðn- sem þróunarríki lendi í samdrætti. Þannig er nú spáð 6,5% samdrætti í Bretlandi á þessu ári og bandaríska hagkerfið gæti skroppið saman um 5,9%. Vestanhafs er jafnframt spáð allt að 10,4% atvinnuleysi á árinu. Fleiri þurfa niðurfellingu skulda næstu misserin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í dag að fella niður afborganir 25 ríkja af skuldum þeirra í sex mánuði, fyrst og fremst fátækra Afríku- og Asíulanda, til að létta þeim lífið á meðan heimsfaraldurinn geisar. Sjóðurinn telur að fjöldi ríkja eigi eftir að þurfa á frekari niðurfellingu skulda á næstu mánuðum og árum. Þrátt fyrir efnahagslega blóðtöku leggur sjóðurinn áherslu á að aðgerðir ríkja heims til þess að hefta útbreiðslu faraldursins eins og félagsforðun og sóttkví séu bráðnauðsynlegar. Samdrátturinn hefði getað orðið enn verri ef ekki hefði verið gripið til slíkra aðgerða. Leggur sjóðurinn til að ríki setji aukið fé í heilbrigðiskerfið og styðji launafólk og fyrirtæki fjárhagslega. Seðlabankar þurfi að halda áfram að örva hagkerfið og stjórnvöld þurfi að gera skýrar áætlanir um hvernig ríkin nái vopnum sínum eftir að faraldurinn er um garð genginn. Þá sé mikilvægt að ríki heims vinni saman að því að þróa og dreifa bóluefni og meðferð gegn sýkingu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. Sjóðurinn spáir 3% samdrætti á heimsvísu á þessu ári og segir heiminn standa frammi fyrir neyðarástandi sem eigi sér ekki hliðstæðu. Hann varar jafnframt við því að dragist faraldurinn á langinn muni það reyna á getu ríkisstjórna og seðlabanka til að hafa hemil á ástandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS, segir að landsframleiðsla ríkja heims gæti dregist saman um níu biljónir dollara á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir að hagvöxtur gæti náð sér á strik á næsti ári ef faraldurinn rénar á seinni hluta þessa árs verði landsframleiðsla enn minni en áður en faraldurinn brast á. „Mun verri vaxtarsviðsmyndir eru mögulegar og kannski jafnvel líklegar,“ segir Gopinath sem bendir á að þetta sé í fyrsta skipti frá Kreppunni miklu sem búist er við því að jafnt iðn- sem þróunarríki lendi í samdrætti. Þannig er nú spáð 6,5% samdrætti í Bretlandi á þessu ári og bandaríska hagkerfið gæti skroppið saman um 5,9%. Vestanhafs er jafnframt spáð allt að 10,4% atvinnuleysi á árinu. Fleiri þurfa niðurfellingu skulda næstu misserin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti í dag að fella niður afborganir 25 ríkja af skuldum þeirra í sex mánuði, fyrst og fremst fátækra Afríku- og Asíulanda, til að létta þeim lífið á meðan heimsfaraldurinn geisar. Sjóðurinn telur að fjöldi ríkja eigi eftir að þurfa á frekari niðurfellingu skulda á næstu mánuðum og árum. Þrátt fyrir efnahagslega blóðtöku leggur sjóðurinn áherslu á að aðgerðir ríkja heims til þess að hefta útbreiðslu faraldursins eins og félagsforðun og sóttkví séu bráðnauðsynlegar. Samdrátturinn hefði getað orðið enn verri ef ekki hefði verið gripið til slíkra aðgerða. Leggur sjóðurinn til að ríki setji aukið fé í heilbrigðiskerfið og styðji launafólk og fyrirtæki fjárhagslega. Seðlabankar þurfi að halda áfram að örva hagkerfið og stjórnvöld þurfi að gera skýrar áætlanir um hvernig ríkin nái vopnum sínum eftir að faraldurinn er um garð genginn. Þá sé mikilvægt að ríki heims vinni saman að því að þróa og dreifa bóluefni og meðferð gegn sýkingu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fellir niður skuldir 25 ríkja vegna baráttunnar við veiruna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti á fundi sínum í gær að fella niður skuldir 25 ríkja heims til að létta undir með þeim á meðan heimsfaraldur kórónuveiru geisar. 14. apríl 2020 08:38
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent