Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 13:41 Dagný Linda Kristjánsdóttir, iðjuþjálfi og skíðakona, og Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja. Guðmundur Jakobsson/Aðsend Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/vilhelm Í tilkynningu segir að undirbúningur þessara breytinga hafi staðið undanfarin tvö ár. Áformin og framkvæmd þeirra hafi formlega verið kynnt í stjórn félagsins á miðju ári 2019. „Með þessum hætti vilja stofnendur Samherja treysta og viðhalda þeim mikilvægu fjölskyldutengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið hornsteinn í rekstrinum,“ segir í tilkynningu. Frændurnir halda ótrauðir áfram Þorsteinn Már mun áfram gegna starfi forstjóra og Kristján Vilhelmsson verður áfram útgerðarstjóri þrátt fyrir hlutabréfaframsalið. Þá varðar framsalið eingöngu hlutabréfin í Samherja hf. en ekki systurfélaginu Samherja Holding ehf. Haft er eftir Þorsteini Má og Kristjáni í tilkynningu að „þeir frændurnir“ hafi fullan metnað til að taka þátt í áframhaldandi rekstri Samherja. Félagið eigi „mikla og bjarta framtíð og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.“ Erfiðleikarnir sem frændurnir vísa þar í eru líklega fyrst og fremst rannsókn héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þar um í lok síðasta árs. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja vegna málsins. Framkvæmdastjóri og skíðadrottning Stærstu hluthafar verða nú, Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Af þeim Samherjabörnum sem nú taka við eignarhaldi fyrirtækisins hafa Baldvin og Dagný Linda haft sig mest í frammi. Baldvin er sonur Þorsteins Más og fæddur árið 1983. Hann hefur starfað hjá Samherja um árabil og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Samherja. Þá er hann einnig stjórnarformaður Eimskips. Athygli vakti í mars í fyrra þegar Baldvin lét Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi. Á fundinum var Samherjamálið svokallaða, þ.e. umdeild húsleit í höfuðsvöðvum Samherja, og vinnubrögð Seðlabankans í málinu til umfjöllunar. Dagný er dóttir Kristjáns Vilhelmssonar og var um árabil fremsta skíðakona landsins. Þegar hún lagði skíðin á hilluna árið 2008 átti hún að baki átján Íslandsmeistaratitla og var sjö sinnum valin skíðakona ársins. Hún lauk BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2013 og hefur starfað á því síðustu ár, ásamt því að sinna kennslu við HA. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32 Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32 Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru eigendurnir samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Umræddir aðaleigendur eru auk Þorsteins þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir. Stærstu hluthafar verða nú Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Vísir/vilhelm Í tilkynningu segir að undirbúningur þessara breytinga hafi staðið undanfarin tvö ár. Áformin og framkvæmd þeirra hafi formlega verið kynnt í stjórn félagsins á miðju ári 2019. „Með þessum hætti vilja stofnendur Samherja treysta og viðhalda þeim mikilvægu fjölskyldutengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið hornsteinn í rekstrinum,“ segir í tilkynningu. Frændurnir halda ótrauðir áfram Þorsteinn Már mun áfram gegna starfi forstjóra og Kristján Vilhelmsson verður áfram útgerðarstjóri þrátt fyrir hlutabréfaframsalið. Þá varðar framsalið eingöngu hlutabréfin í Samherja hf. en ekki systurfélaginu Samherja Holding ehf. Haft er eftir Þorsteini Má og Kristjáni í tilkynningu að „þeir frændurnir“ hafi fullan metnað til að taka þátt í áframhaldandi rekstri Samherja. Félagið eigi „mikla og bjarta framtíð og hefur vaxið og dafnað þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.“ Erfiðleikarnir sem frændurnir vísa þar í eru líklega fyrst og fremst rannsókn héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar þar um í lok síðasta árs. Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja vegna málsins. Framkvæmdastjóri og skíðadrottning Stærstu hluthafar verða nú, Baldvin Þorsteinsson og Katla Þorsteinsdóttir, sem munu fara samanlagt með um 43,0% hlut í Samherja og Dagný Linda Kristjánsdóttir, Halldór Örn Kristjánsson, Kristján Bjarni Kristjánsson og Katrín Kristjánsdóttir sem munu fara samanlagt með um 41,5% hlutafjár. Af þeim Samherjabörnum sem nú taka við eignarhaldi fyrirtækisins hafa Baldvin og Dagný Linda haft sig mest í frammi. Baldvin er sonur Þorsteins Más og fæddur árið 1983. Hann hefur starfað hjá Samherja um árabil og gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá Samherja. Þá er hann einnig stjórnarformaður Eimskips. Athygli vakti í mars í fyrra þegar Baldvin lét Má Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi. Á fundinum var Samherjamálið svokallaða, þ.e. umdeild húsleit í höfuðsvöðvum Samherja, og vinnubrögð Seðlabankans í málinu til umfjöllunar. Dagný er dóttir Kristjáns Vilhelmssonar og var um árabil fremsta skíðakona landsins. Þegar hún lagði skíðin á hilluna árið 2008 átti hún að baki átján Íslandsmeistaratitla og var sjö sinnum valin skíðakona ársins. Hún lauk BS-prófi í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2013 og hefur starfað á því síðustu ár, ásamt því að sinna kennslu við HA. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Markaðir Tengdar fréttir Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32 Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32 Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Samherji endurgreiðir ríkinu hlutabætur Stjórnendur Samherja Íslands og Útgerðarfélag Akureyringa hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur sem það greiddi starfsmönnum. Félög Samherja muni í staðinn sjálf bera allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna sinna. 13. maí 2020 20:32
Samherja veitt undanþága frá tilboðsskyldu í Eimskip Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Samherja Holding, systurfélagi Samherja, undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélag Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja. 31. mars 2020 20:32
Þorsteinn Már snýr aftur í stól forstjóra Samherja Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið. 27. mars 2020 15:21