Handbolti

Íslensku strákarnir héldu Frökkum í botnsætinu í riðlinum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska handboltalandsliðið lauk keppni á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu með því að gera 29-29 jafntefli við Heims-, Ólympíu- og Evrópumeistara Frakka í dag en jafnteflið þýðir að Frakkar endaí neðsta sætinu í milliriðli tvö.

Íslenska liðið lék frábærlega í fyrri hálfleik þar sem íslensku strákarnir náðu mest sex marka forystu. Frakkarnir unnu sig inn í leikinn í seinni hálfleik og voru komnir þremur mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir. Íslenska liðið gafst ekki upp og tókst að tryggja sér jafntefli og enda Evrópumótið á jákvæðum nótum.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í höllinni í Novi Sad í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×