Rondo-lausir Chicago-menn steinlágu á heimavelli | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 11:00 Horford var stigahæstur í liði Boston sem minnkaði muninn. Vísir/getty Boston Celtics minnkaði muninn í 1-2 í einvígi liðsins gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með öruggum 104-87 sigri í nótt en Chicago var búið að vinna báða leiki einvígisins á heimavelli Boston fyrir leik kvöldsins. Chicago kom á óvart er liðið náði 2-0 forskoti í einvíginu en það var greinilegt að liðið saknaði leikstjórnandans Rajon Rondo í kvöld sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Gamli Boston-maðurinn sem er með brotinn þumal fór á kostum í leikjunum í Boston en liðsfélagar hans náðu aldrei takti í nótt. Boston byrjaði leikinn af krafti og náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Chicago skellti í lás í öðrum leikhluta og minnkaði muninn niður í þrjú stig undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik keyrðu Celtics-menn aftur yfir Bulls og fögnuðu að lokum sautján stiga sigri. Seinna um kvöldið tókst Oklahoma City Thunder að minnka muninn í 1-2 á heimavelli í einvígi sínu gegn Houston Rockets en Russell Westbrook bauð upp á enn eina þreföldu tvennuna í sigrinum. Heimamenn komu inn í leikinn undir mikilli pressu en þeir leiddu allan fyrri hálfleikinn og í raun nánast allan leikinn fyrir utan hálfa mínútu í upphafi þriðja leikhluta þegar Houston komst yfir í eina skiptið í leiknum. Þegar mest var náði Oklahoma fimmtán stiga forskoti en Houston gafst ekki upp og komst inn í leikinn á nýjan leik fyrir lokasprettinn en Oklahoma náði að kreista fram sigur á lokametrunum. Westbrook var líkt og oft áður yfirburðarmaður í liði Oklahoma með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum en í liði Houston var gamli Oklahoma-maðurinn James Harden stigahæstur líkt og ávallt með 44 stig. Þá unnu lærisveinar Doc Rivers í Los Angeles Clippers annan leikinn í röð og eru komnir með 2-1 forskot í einvíginu gegn Utah Jazz eftir sigur í Salt Lake City í nótt. Utah leikur enn án franska miðherjans Rudy Gobert sem meiddist í fyrsta leik liðanna en Derrick Favors hefur ekki komið með sama kraft í sóknar- og varnarleik liðsins líkt og Gobert bauð upp á. Þrátt fyrir það byrjaði Utah leikinn mun betur og náði þrettán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en liðið hélt þessu forskoti allt til lokaleikhlutans þegar gestirnir skutust fram úr. Tók leikstjórnandinn Chris Paul leikinn einfaldlega yfir og kom sínum mönnum yfir línuna en hann endaði með 34 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Í liði Utah var Gordon Hayward stigahæstur með 40 stig ásamt því að taka niður átta fráköst.Úrslit kvöldsins: Chicago Bulls 87-104 Boston Celtics Oklahoma City Thunder 115-113 Houston Rockets Utah Jazz 106-111 Los Angeles ClippersBestu tilþrifin: NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Boston Celtics minnkaði muninn í 1-2 í einvígi liðsins gegn Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með öruggum 104-87 sigri í nótt en Chicago var búið að vinna báða leiki einvígisins á heimavelli Boston fyrir leik kvöldsins. Chicago kom á óvart er liðið náði 2-0 forskoti í einvíginu en það var greinilegt að liðið saknaði leikstjórnandans Rajon Rondo í kvöld sem gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Gamli Boston-maðurinn sem er með brotinn þumal fór á kostum í leikjunum í Boston en liðsfélagar hans náðu aldrei takti í nótt. Boston byrjaði leikinn af krafti og náði átján stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en Chicago skellti í lás í öðrum leikhluta og minnkaði muninn niður í þrjú stig undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik keyrðu Celtics-menn aftur yfir Bulls og fögnuðu að lokum sautján stiga sigri. Seinna um kvöldið tókst Oklahoma City Thunder að minnka muninn í 1-2 á heimavelli í einvígi sínu gegn Houston Rockets en Russell Westbrook bauð upp á enn eina þreföldu tvennuna í sigrinum. Heimamenn komu inn í leikinn undir mikilli pressu en þeir leiddu allan fyrri hálfleikinn og í raun nánast allan leikinn fyrir utan hálfa mínútu í upphafi þriðja leikhluta þegar Houston komst yfir í eina skiptið í leiknum. Þegar mest var náði Oklahoma fimmtán stiga forskoti en Houston gafst ekki upp og komst inn í leikinn á nýjan leik fyrir lokasprettinn en Oklahoma náði að kreista fram sigur á lokametrunum. Westbrook var líkt og oft áður yfirburðarmaður í liði Oklahoma með 32 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar ásamt því að stela þremur boltum en í liði Houston var gamli Oklahoma-maðurinn James Harden stigahæstur líkt og ávallt með 44 stig. Þá unnu lærisveinar Doc Rivers í Los Angeles Clippers annan leikinn í röð og eru komnir með 2-1 forskot í einvíginu gegn Utah Jazz eftir sigur í Salt Lake City í nótt. Utah leikur enn án franska miðherjans Rudy Gobert sem meiddist í fyrsta leik liðanna en Derrick Favors hefur ekki komið með sama kraft í sóknar- og varnarleik liðsins líkt og Gobert bauð upp á. Þrátt fyrir það byrjaði Utah leikinn mun betur og náði þrettán stiga forskoti strax í fyrsta leikhluta en liðið hélt þessu forskoti allt til lokaleikhlutans þegar gestirnir skutust fram úr. Tók leikstjórnandinn Chris Paul leikinn einfaldlega yfir og kom sínum mönnum yfir línuna en hann endaði með 34 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. Í liði Utah var Gordon Hayward stigahæstur með 40 stig ásamt því að taka niður átta fráköst.Úrslit kvöldsins: Chicago Bulls 87-104 Boston Celtics Oklahoma City Thunder 115-113 Houston Rockets Utah Jazz 106-111 Los Angeles ClippersBestu tilþrifin:
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira