Steindi Jr. streymir Warzone í kvöld Tinni Sveinsson skrifar 10. apríl 2020 16:30 Steindi kallar útsendinguna Rauðvín og klakar og byrjar klukkan tíu í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við köllum þetta Rauðvín og klaka. Ég og nokkrir aðrir spilum saman Call of Duty, drekkum eina rauðvínsflösku á mann, og bjóðum hverjum þeim sem vill að fylgjast með og spjalla við okkur á Twitch á meðan, segir Steindi sem stendur fyrir útsendingu á leikjastreymisíðunni Twitch í kvöld þar sem hægt verður að fylgjast með honum spila í rauntíma. Útsending Steinda hefst klukkan tíu og stendur til um klukkan eitt í nótt. Þetta er fyrir fullorðna. Með Steinda í kvöld spila nokkrir vel valdir félagar sem hann hefur spilað mikið með áður, þeir Óli í Game Tíví, Digital Cusz og MVPete. „Óli er afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Digital Cusz er sköllóttur frá Sauðárkróki og frændi Audda Blö. MVPete er starfsmaður hjá Freyju. Við drekkum síðan flösku á mann og verðum verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allar seríurnar og svæfa krakkana.“ Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Watch live video from steindijr on www.twitch.tv Streymi Steinda á Twitch er með stærstu íslensku leikjastreymunum. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn.“ Hægt er að fylgjast með spjallinu hér fyrir neðan. Rafíþróttir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
„Við köllum þetta Rauðvín og klaka. Ég og nokkrir aðrir spilum saman Call of Duty, drekkum eina rauðvínsflösku á mann, og bjóðum hverjum þeim sem vill að fylgjast með og spjalla við okkur á Twitch á meðan, segir Steindi sem stendur fyrir útsendingu á leikjastreymisíðunni Twitch í kvöld þar sem hægt verður að fylgjast með honum spila í rauntíma. Útsending Steinda hefst klukkan tíu og stendur til um klukkan eitt í nótt. Þetta er fyrir fullorðna. Með Steinda í kvöld spila nokkrir vel valdir félagar sem hann hefur spilað mikið með áður, þeir Óli í Game Tíví, Digital Cusz og MVPete. „Óli er afi íslenskra nörda og Game Tíví stjarna. Digital Cusz er sköllóttur frá Sauðárkróki og frændi Audda Blö. MVPete er starfsmaður hjá Freyju. Við drekkum síðan flösku á mann og verðum verri og verri með hverjum leik. Enda snýst þetta um að skemmta fólki og gleðja þá sem eru komnir með illt í þumlana vegna spilunar og vilja frekar horfa en spila. Eða þá sem eru búnir með allar seríurnar og svæfa krakkana.“ Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan. Watch live video from steindijr on www.twitch.tv Streymi Steinda á Twitch er með stærstu íslensku leikjastreymunum. Steindi hvetur fólk til þess að ekki bara fylgjast með heldur einnig að taka þátt í umræðunni í spjallinu við útsendinguna. „Ég svara þeim spurningum sem fólk spyr. Umræðan verður mjög skemmtileg þegar margir hrúgast þarna inn.“ Hægt er að fylgjast með spjallinu hér fyrir neðan.
Rafíþróttir Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira