Handbolti

KA gerir breytingar á þjálfarateyminu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jónatan Magnússon er þjálfari KA.
Jónatan Magnússon er þjálfari KA. vísir/bára

KA hefur gert breytingar á þjálfarateymi sínu í Olís-deild karla. Jónatan Magnússon verður einn aðalþjálfari liðsins en með honum til aðstoðar verður fyrrum landsliðsmaður Sverre Andreas Jakobsson.

Jónatan hafði verið aðalþjálfari með Stefáni Árnasyni sem nú stígur til hliðar en KA var í 10. sæti Olís-deildarinnar þegar deildin var flautuð af vegna kórónuveirunnar.

Stefán verður þó áfram í störfum innan félagsins þar sem hann verður yfir afreksstarfi hjá félaginu sem og að þjálfa yngri flokka félagsins. Í yfirlýsingu félagsins segir að það ríki mikil ánægja með störf hans fyrir félagið.

Sverre stýrði KA-U á síðustu leiktíð sem og að þjálfa 3. flokks félagsins en hann hefur einnig stýrt Akureyri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.