Fremstur í kapphlaupinu að billjón dollurum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 20:49 Bezos á mikið af peningum. Vísir/EPA Jeff Bezos, eigandi Amazon-samsteypunnar og ríkasti maður heims, er talinn líklegastur til þess að verða fyrsti billjónamæringur (e. trillionaire) heims, ef miðað er við metið virði í bandarískum dollurum. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar samanburðarfyrirtækisins Comparisun. Samkvæmt gögnum Comparisun er talið líklegt að hinn Bandaríski Bezos nái billjón dollara markinu árið 2026, þá 62 ára gamall. Eins og stendur er Bezos metinn á 145 milljarða dollara, eða vel rúmlega 21 billjón króna. Um miðjan apríl á þessu ári var hann metinn á 125 milljarða dollara, en hröð aukning á áætluðu virði hans er rakin til aukinnar sölu Amazon síðan faraldur kórónuveirunnar fór að láta á sér kræla. Nái Bezos þessum áfanga yrði auður hans meira virði en árleg landsframleiðsla 178 ríkja heims. Þeirra á meðal eru Holland, Sviss, Tyrkland og Sádi Arabía. Mark Zuckerberg talinn líklegur til að verða fyrsti billjónamæringurinn undir sextugu.Vísir/EPA Á lista Comparisun yfir einstaklinga sem nálgast þennan áfanga eru alls níu sem talið er að verði billjónamæringar fyrir árið 2050. Það eru, ásamt Bezos, Xu Jiayin, Jack Ma, Ma Huateng, Mukesh Ambani, Bernard Arnault, Mark Zuckerberg, Steve Ballmer og Michael Dell. Zuckerberg sker sig sérstaklega úr þessum hópi karla, sé litið til aldurs, en hann er sá eini á listanum sem talið er að nái þessum áfanga fyrir sextugt. Raunar benda gögn Comparisun til þess að hann verði metinn á milljarð dollara árið 2036, þá 51 árs. Zuckerberg stofnaði Facebook árið 2004, þá aðeins tvítugur. Þremur árum síðar var hann orðinn milljarðamæringur á bandarískan mælikvarða. Amazon Bandaríkin Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jeff Bezos, eigandi Amazon-samsteypunnar og ríkasti maður heims, er talinn líklegastur til þess að verða fyrsti billjónamæringur (e. trillionaire) heims, ef miðað er við metið virði í bandarískum dollurum. Þetta kemur fram í niðurstöðu rannsóknar samanburðarfyrirtækisins Comparisun. Samkvæmt gögnum Comparisun er talið líklegt að hinn Bandaríski Bezos nái billjón dollara markinu árið 2026, þá 62 ára gamall. Eins og stendur er Bezos metinn á 145 milljarða dollara, eða vel rúmlega 21 billjón króna. Um miðjan apríl á þessu ári var hann metinn á 125 milljarða dollara, en hröð aukning á áætluðu virði hans er rakin til aukinnar sölu Amazon síðan faraldur kórónuveirunnar fór að láta á sér kræla. Nái Bezos þessum áfanga yrði auður hans meira virði en árleg landsframleiðsla 178 ríkja heims. Þeirra á meðal eru Holland, Sviss, Tyrkland og Sádi Arabía. Mark Zuckerberg talinn líklegur til að verða fyrsti billjónamæringurinn undir sextugu.Vísir/EPA Á lista Comparisun yfir einstaklinga sem nálgast þennan áfanga eru alls níu sem talið er að verði billjónamæringar fyrir árið 2050. Það eru, ásamt Bezos, Xu Jiayin, Jack Ma, Ma Huateng, Mukesh Ambani, Bernard Arnault, Mark Zuckerberg, Steve Ballmer og Michael Dell. Zuckerberg sker sig sérstaklega úr þessum hópi karla, sé litið til aldurs, en hann er sá eini á listanum sem talið er að nái þessum áfanga fyrir sextugt. Raunar benda gögn Comparisun til þess að hann verði metinn á milljarð dollara árið 2036, þá 51 árs. Zuckerberg stofnaði Facebook árið 2004, þá aðeins tvítugur. Þremur árum síðar var hann orðinn milljarðamæringur á bandarískan mælikvarða.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira