Viðskipti innlent

Þor­steinn ráðinn for­stjóri Eignar­halds­fé­lagsins Horn­steins

Atli Ísleifsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson hættir á þingi 14. apríl. Hann mun jafnframt láta af embætti varaformanns Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson hættir á þingi 14. apríl. Hann mun jafnframt láta af embætti varaformanns Viðreisnar. Vísir/vilhelm

Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Hann hefur störf hjá félaginu þann 16. apríl næstkomandi.

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem starfa við öflun hráefna, framleiðslu, sölu og þjónustu á byggingarmarkaði og við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin eru Björgun ehf., BM Vallá ehf. og Sementsverksmiðjan ehf.

Þorsteinn greindi frá því í morgun að hann hafi ákveðið að láta af þingmennsku, en hann hefur átt sæti á þingi fyrir Viðreisn frá árinu 2016. Hann gegndi embætti félagsmálaráðherra á árinu 2017.

Í tilkynningu frá Þorsteini segir að hjá Björgun, BM Vallá og Sementsverksmiðjunni starfi um 200 manns á starfsstöðvum víða um land. Skrifstofa Hornsteins ehf. er á Bíldshöfða.

Þorsteinn þekkir vel til starfsemi fyrirtækisins, en hann starfaði áður sem forstjóri BM Vallá á árunum 2002 til 2010.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,82
11
225.684
SYN
3,65
9
11.564
ARION
1,51
50
1.351.374
EIM
1,49
5
611
KVIKA
1,43
3
32.124

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,33
78
16.099
SIMINN
-4,19
19
295.432
FESTI
-2,31
9
51.897
EIK
-1,66
5
23.047
SJOVA
-1,45
12
46.997
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.