Viðskipti innlent

Þor­steinn ráðinn for­stjóri Eignar­halds­fé­lagsins Horn­steins

Atli Ísleifsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson hættir á þingi 14. apríl. Hann mun jafnframt láta af embætti varaformanns Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson hættir á þingi 14. apríl. Hann mun jafnframt láta af embætti varaformanns Viðreisnar. Vísir/vilhelm

Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Hann hefur störf hjá félaginu þann 16. apríl næstkomandi.

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem starfa við öflun hráefna, framleiðslu, sölu og þjónustu á byggingarmarkaði og við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin eru Björgun ehf., BM Vallá ehf. og Sementsverksmiðjan ehf.

Þorsteinn greindi frá því í morgun að hann hafi ákveðið að láta af þingmennsku, en hann hefur átt sæti á þingi fyrir Viðreisn frá árinu 2016. Hann gegndi embætti félagsmálaráðherra á árinu 2017.

Í tilkynningu frá Þorsteini segir að hjá Björgun, BM Vallá og Sementsverksmiðjunni starfi um 200 manns á starfsstöðvum víða um land. Skrifstofa Hornsteins ehf. er á Bíldshöfða.

Þorsteinn þekkir vel til starfsemi fyrirtækisins, en hann starfaði áður sem forstjóri BM Vallá á árunum 2002 til 2010.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,06
38
904.146
FESTI
2,48
22
406.993
ICEAIR
1,94
425
843.174
HAGA
1,6
26
317.730
EIM
1,38
23
123.798

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,74
18
268.764
REITIR
-1,8
16
89.873
REGINN
-0,95
11
20.965
EIK
-0,76
12
57.660
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.