Bauhaus sektað vegna verðverndarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2020 09:52 Verslun Bauhaus við Lambhagaveg í Reykjavík. markaðsefni bauhaus Byggingavöruverslunin Bauhaus hefur verið sektuð um 500 þúsund krónur vegna fullyrðinga verslunarinnar um að þar sé lægsta verðið á markaðnum. Þar að auki telst Bauhaus ekki hafa gert nægilegar breytingar á svokallaðri „verðvernd“ sinni en verslunin hafði áður verið ávítt vegna hennar. Húsasmiðjan kvartaði vegna ofangreindrar hegðunar Bauhaus til Neytendastofu í upphafi árs, ekki síst vegna fullyrðingarinnar „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum,“ sem birtist í markaðsefni Bauhaus. Fullyrðingin var sett fram í tengslum við verðvernd fyrirtækisins. Í verðvernd Bauhaus felst að ef neytandi finni sömu vöru ódýrari hjá samkeppnisaðila lækki fyrirtækið sitt verð. Sama hvaða verð aðrir samkeppnisaðilar séu að bjóða eða hvers konar afslátt eða endurgreiðslu, þ.m.t. tilboð og tax free afslætti. Bauhaus muni ávallt bjóða neytendum lægra verð. Húsasmiðjan Grafarholti.Vísir/vilhelm Ströng skilyrði Húsasmiðjan taldi verðverndina hins vegar ekki standa undir fullyrðingunni um „lægsta verðið á markaðinum.“ Ekki væri hægt að sjá að Bauhaus gæti sannað þær fullyrðingar sem félagið setti fram í umkvörtuðum auglýsingum, auk þess sem skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að standast verðverndina séu „það ströng og sérstök að neytendur eigi litla sem enga möguleika á að uppfylla skilyrðin.“ Það væri því mat Húsasmiðjunnar að viðskiptahættir Bauhaus í þessum efnum væru villandi og það sem meira væri; Bauhaus hefði áður verið ávítt vegna verðverndarinnar. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að fullyrðingar Bauhaus um verðverndina væru villandi og taldi Húsasmiðjan að tilvikið sem hér um ræðir væri sambærilegt. Bauhaus hafnaði því að framkvæmd verðverndarinnar væri flókin fyrir neytendur, þvert á móti væri hún „þægileg.“ Verði viðskiptavinur Bauhaus var við vöru sem er ódýrari hjá keppinaut þurfi hann aðeins að framvísa eða gera grein fyrir staðfestingu þess efnis. Viðskiptavinur geta komið slíkri staðfestingu til Bauhaus á netinu/samfélagsmiðlum eða við þjónustuborð/afgreiðslumenn. Reynist það rétt sé brugðist strax við og verð vöru lækkað í kerfum verslunarinnar Nánari útlistun á skilyrðum verðverndarinnar má nálgast í ákvörðun Neytendastofu. Verðvernd ekki næg sönnun Neytendastofa segir hins vegar ítrekað hafa komið fram að „fyrirtæki geti ekki byggt sönnur fyrir fullyrðingum um besta, lægsta eða hagstæðasta verð á því einu og sér að fyrirtækið bjóði neytendum verðvernd.“ Til þess að setja fram fullyrðingar eins og „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum“ þurfi Bauhaus að leggja eitthvað fram fullyrðingunni til stuðnings. Það hafi Bauhaus ekki gert og sé fullyrðingin því ósönnuð og brjóti í bága við lög. Því hefur Bauhaus verið bannað að birta fullyrðinguna í framtíðinni. Þar að auki hafi Bauhaus ekki gert nægjanlegar breytingar á skilmálum verðverndarinnar. „Við meðferð málsins hafa engin gögn verið lögð fram sem sýna fram á breytta framkvæmd verðverndar Bauhaus þó skýringar félagsins hafi verið þess efnis og upplýsingum á vefsíðu hafi verið breytt meðan á meðferð málsins stóð,“ eins og segir í ákvörðun Neytendastofu. Stofnunin komst því að þeirri niðurstöðu að Bauhaus hafi brotið gegn ákvörðun Neytendastofu árið 2012. Fullyrðing Bauhaus um lægstu verðin á markaðnum sé þar að auki villandi. Neytendastofa taldi því rétt að leggja 500 þúsund króna stjórnvaldssekt á Bauhaus. Sektina skal greiða í ríkissjóð innan þriggja mánaða. Neytendur Stjórnsýsla Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Byggingavöruverslunin Bauhaus hefur verið sektuð um 500 þúsund krónur vegna fullyrðinga verslunarinnar um að þar sé lægsta verðið á markaðnum. Þar að auki telst Bauhaus ekki hafa gert nægilegar breytingar á svokallaðri „verðvernd“ sinni en verslunin hafði áður verið ávítt vegna hennar. Húsasmiðjan kvartaði vegna ofangreindrar hegðunar Bauhaus til Neytendastofu í upphafi árs, ekki síst vegna fullyrðingarinnar „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum,“ sem birtist í markaðsefni Bauhaus. Fullyrðingin var sett fram í tengslum við verðvernd fyrirtækisins. Í verðvernd Bauhaus felst að ef neytandi finni sömu vöru ódýrari hjá samkeppnisaðila lækki fyrirtækið sitt verð. Sama hvaða verð aðrir samkeppnisaðilar séu að bjóða eða hvers konar afslátt eða endurgreiðslu, þ.m.t. tilboð og tax free afslætti. Bauhaus muni ávallt bjóða neytendum lægra verð. Húsasmiðjan Grafarholti.Vísir/vilhelm Ströng skilyrði Húsasmiðjan taldi verðverndina hins vegar ekki standa undir fullyrðingunni um „lægsta verðið á markaðinum.“ Ekki væri hægt að sjá að Bauhaus gæti sannað þær fullyrðingar sem félagið setti fram í umkvörtuðum auglýsingum, auk þess sem skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að standast verðverndina séu „það ströng og sérstök að neytendur eigi litla sem enga möguleika á að uppfylla skilyrðin.“ Það væri því mat Húsasmiðjunnar að viðskiptahættir Bauhaus í þessum efnum væru villandi og það sem meira væri; Bauhaus hefði áður verið ávítt vegna verðverndarinnar. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að fullyrðingar Bauhaus um verðverndina væru villandi og taldi Húsasmiðjan að tilvikið sem hér um ræðir væri sambærilegt. Bauhaus hafnaði því að framkvæmd verðverndarinnar væri flókin fyrir neytendur, þvert á móti væri hún „þægileg.“ Verði viðskiptavinur Bauhaus var við vöru sem er ódýrari hjá keppinaut þurfi hann aðeins að framvísa eða gera grein fyrir staðfestingu þess efnis. Viðskiptavinur geta komið slíkri staðfestingu til Bauhaus á netinu/samfélagsmiðlum eða við þjónustuborð/afgreiðslumenn. Reynist það rétt sé brugðist strax við og verð vöru lækkað í kerfum verslunarinnar Nánari útlistun á skilyrðum verðverndarinnar má nálgast í ákvörðun Neytendastofu. Verðvernd ekki næg sönnun Neytendastofa segir hins vegar ítrekað hafa komið fram að „fyrirtæki geti ekki byggt sönnur fyrir fullyrðingum um besta, lægsta eða hagstæðasta verð á því einu og sér að fyrirtækið bjóði neytendum verðvernd.“ Til þess að setja fram fullyrðingar eins og „Hjá BAUHAUS getur þú verið viss um að fá alltaf lægsta verðið á markaðnum“ þurfi Bauhaus að leggja eitthvað fram fullyrðingunni til stuðnings. Það hafi Bauhaus ekki gert og sé fullyrðingin því ósönnuð og brjóti í bága við lög. Því hefur Bauhaus verið bannað að birta fullyrðinguna í framtíðinni. Þar að auki hafi Bauhaus ekki gert nægjanlegar breytingar á skilmálum verðverndarinnar. „Við meðferð málsins hafa engin gögn verið lögð fram sem sýna fram á breytta framkvæmd verðverndar Bauhaus þó skýringar félagsins hafi verið þess efnis og upplýsingum á vefsíðu hafi verið breytt meðan á meðferð málsins stóð,“ eins og segir í ákvörðun Neytendastofu. Stofnunin komst því að þeirri niðurstöðu að Bauhaus hafi brotið gegn ákvörðun Neytendastofu árið 2012. Fullyrðing Bauhaus um lægstu verðin á markaðnum sé þar að auki villandi. Neytendastofa taldi því rétt að leggja 500 þúsund króna stjórnvaldssekt á Bauhaus. Sektina skal greiða í ríkissjóð innan þriggja mánaða.
Neytendur Stjórnsýsla Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bankahólfið: Hógværir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira