Viðskipti innlent

Evran kosti áfram 160 krónur á næsta ári

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Seðlabankinn framkvæmir reglulega kannanir meðal stjórnenda á skuldabréfamarkaði. Hér ber að líta höfuðstöðvar Seðlabankans við Kalkofnsveg.
Seðlabankinn framkvæmir reglulega kannanir meðal stjórnenda á skuldabréfamarkaði. Hér ber að líta höfuðstöðvar Seðlabankans við Kalkofnsveg. Vísir/vilhelm

Ekki er að vænta frekari sveifla á gengi krónunnar í ár gangi spár 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði eftir. Þeir áætla að krónan muni ekki vekjast að ráði á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 160 krónur eftir eitt ár.

Gengi krónunnar hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum samhliða kórónuveirufaraldri, samkomubanni og fækkun ferðamanna. Í upphafi árs fékkst ein evra fyrir 137 krónur en í dag þarf að reiða fram 158 krónur fyrir evruna.

Seðlabanki Íslands kannaði hverjar væntingarnar eru um efnahagsþróun á næstunni meðal banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar.

Stýrivextir lækki en hækki svo aftur

Stjórnendur þeirra segjast gera ráð fyrir verðbólga haldist við verðbólgumarkmið Seðlabankans til næstu tíu ára, hún verði á bilinu 2,2 til 2,5 prósent. Þeir eiga aukinheldur von á að stýrivextir lækki um 0,5 prósentur í sumar og verði þar af leiðandi 1,25 prósent á öðrum ársfjórðungi. 

Eftir tvö ár verði þó búið að hækka stýrivexti aftur í 1,75 prósent. Næstum 70 prósent aðspurðra töldu taumhald peningastefnunnar vera of þétt um þessar mundir, að sögn Seðlabankans.

Nánar má fræðast um svör markaðsaðila á skuldabréfamarkaði hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
4,29
1
1.530
TM
2,78
9
116.163
EIM
2,69
1
53
SIMINN
2,23
7
199.376
ARION
2,13
56
753.180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,54
34
383.766
ICEAIR
-0,44
47
17.225
BRIM
-0,25
2
20.403
HAGA
0
5
57.105
SKEL
0
2
34.482
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.