Hyggst bjóða ódýrari olíu 13. október 2005 19:15 Íslensk olíumiðlun ætlar að bjóða útgerðum olíu á lægra verði en keppinautarnir. Olíusala hófst hjá fyrirtækinu í dag, en það er með birgðastöð í Neskaupstað. Fyrirtækið er í eigu íslenskra aðila og danska fyrirtækisins Malik sem hefur í fimmtán ár sérhæft sig í olíusölu á hafi úti. Fyrsti farmurinn kom til landsins um helgina, á fjórða þúsund tonn, og í dag var svo opnað fyrir viðskiptavini. Íslensk olíumiðlun ætlar að vera með ódýrari olíu en keppinautarnir. Ólafur Kjartansson hjá Íslenskri olíumiðlun segir að félagið hafi það fram yfir keppinautana að það sigli beint til Neskaupstaðar og yfirbygging og kostnaður þess sé sáralítill miðað við keppinautana. Ólafur segir enn fremur að félagið flytja inn sömu olíu og aðrir. Strangt gæðaeftirlit sé hjá félaginu og viðskiptavinirnir og olíufyrirtækið haldi eftir sýni hvor um sig þannig að hægt verði að ganga úr skugga um að ekkert hafi verið að olíunni ef bilun kemur upp í vélum skipanna. Hann segir ekki áform um að koma upp birgðastöðvum víðar á landinu. Búið sé að koma upp einum tanki sem sé fjögur þúsund rúmmetrar, sem samsvari 3500 tonnum, og áður en hugað verði að öðrum stöðum verið öðrum tanki komið upp í Neskaupstað af sömu stærð ef markaðurinn kalli á það. Ólafur segir aðstöðuna í Neskaupstað góða. Þá segir hann engin áform um að hefja innflutning og sölu á bensíni eða dísilolíu. Ólafur segir að lengi hafi verið erfitt að komast inn á skipaolíumarkaðinn. Það sé hugsanlega auðveldara nú en áður en skýrsla Samkeppnisstofnunar hafi komið út. Mörg útgerðarfyrirtæki hafi haft langtímasamninga við olíufélögin en þeim hafi fækkað. Menn hafi brugðist við skýrslunni með því að leita eftir tilboðum til skemmri tíma og það henti Íslenskri olíumiðlun ágætlega. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Íslensk olíumiðlun ætlar að bjóða útgerðum olíu á lægra verði en keppinautarnir. Olíusala hófst hjá fyrirtækinu í dag, en það er með birgðastöð í Neskaupstað. Fyrirtækið er í eigu íslenskra aðila og danska fyrirtækisins Malik sem hefur í fimmtán ár sérhæft sig í olíusölu á hafi úti. Fyrsti farmurinn kom til landsins um helgina, á fjórða þúsund tonn, og í dag var svo opnað fyrir viðskiptavini. Íslensk olíumiðlun ætlar að vera með ódýrari olíu en keppinautarnir. Ólafur Kjartansson hjá Íslenskri olíumiðlun segir að félagið hafi það fram yfir keppinautana að það sigli beint til Neskaupstaðar og yfirbygging og kostnaður þess sé sáralítill miðað við keppinautana. Ólafur segir enn fremur að félagið flytja inn sömu olíu og aðrir. Strangt gæðaeftirlit sé hjá félaginu og viðskiptavinirnir og olíufyrirtækið haldi eftir sýni hvor um sig þannig að hægt verði að ganga úr skugga um að ekkert hafi verið að olíunni ef bilun kemur upp í vélum skipanna. Hann segir ekki áform um að koma upp birgðastöðvum víðar á landinu. Búið sé að koma upp einum tanki sem sé fjögur þúsund rúmmetrar, sem samsvari 3500 tonnum, og áður en hugað verði að öðrum stöðum verið öðrum tanki komið upp í Neskaupstað af sömu stærð ef markaðurinn kalli á það. Ólafur segir aðstöðuna í Neskaupstað góða. Þá segir hann engin áform um að hefja innflutning og sölu á bensíni eða dísilolíu. Ólafur segir að lengi hafi verið erfitt að komast inn á skipaolíumarkaðinn. Það sé hugsanlega auðveldara nú en áður en skýrsla Samkeppnisstofnunar hafi komið út. Mörg útgerðarfyrirtæki hafi haft langtímasamninga við olíufélögin en þeim hafi fækkað. Menn hafi brugðist við skýrslunni með því að leita eftir tilboðum til skemmri tíma og það henti Íslenskri olíumiðlun ágætlega.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira