17,5 prósent aukning í kaupsamningum Sæunn Gísladóttir skrifar 11. janúar 2016 12:55 Í fyrra voru 16 prósent meiri viðskipti á fasteignamarkaði en meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin. Vísir/Vilhelm Í fyrra voru 16 prósent meiri viðskipti á fasteignamarkaði en meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin. Alls var þinglýst um 6.900 kaupsamningum íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2015, sem var 17,5% aukning frá árinu áður. Viðskipti með fjölbýli voru 5.526 og jukust um 17% og viðskipti með sérbýli voru1.367 og jukust um 19,6%. Viðskipti með fjölbýli voru þannig rúmlega 80% viðskiptanna sem var örlítið lægra hlutfall en árið áður. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin var um 6.000 á ári og viðskiptin í fyrra voru þannig um 16% meiri en verið hefur að jafnaði síðustu 13 ár. Aukningin frá árinu 2009 hefur verið stöðug en þó er aukningin í fyrra mun meiri en síðustu 3 árin þar á undan. Þá vekur það líka athygli að viðskipti með sérbýli hafa aukist meira en viðskipti með fjölbýli á síðustu þremur árum eftir að hafa aukist minna næstu 3 árin þar á undan.Fjórfalt fleiri eignir í Reykjavík en árið 2009Sé litið á þróun viðskipta í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu sést að þróunin hefur alls staðar verið upp á við. Viðskiptum fjölgaði eðlilega langmest í Reykjavík, enda er stærstan hluta af húsnæðinu að finna þar. Í Reykjavík voru einungis seldar um 1.000 eignir á árinu 2009 en þær voru nálægt 4.000 á árinu 2015. Séu hin sveitarfélögin á höfðaborgarsvæðinu skoðuð sérstaklega sést að viðskiptin í Kópavogi og Hafnarfirði skera sig nokkuð úr. Í báðum bæjunum hefur verið nokkuð góður og jafn vöxtur á viðskiptum frá árinu 2009. Þá er einnig athyglisvert að sjá stökkið í Garðabæ á milli áranna 2014 og 2015. Þá vekur einnig athygli hversu lítið fall var í viðskiptum í Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi á milli áranna 2008 og 2009. Viðskipti með íbúðarhúsnæði er yfirleitt blanda af kaupum á eldra húsnæði og nýbyggingum. Í nýlegri Hagsjá var fjallað um hversu lítið af nýju húsnæði hafi komið inn á markaðinn á síðustu árum. Þar kom m.a. fram að hlutfall nýrra íbúða hefur verið mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, að jafnaði lægst í Reykjavík, en mun hærra t.d. í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Myndin í fjórum bæjum utan höfuðborgarsvæðisins er svipuð og gildir um höfuðborgarsvæðið. Mikil aukning hefur alls staðar orðið á viðskiptum frá árinu 2009. Það vekur þó athygli að hlutfallsleg fækkun viðskipta á Akureyri á milli áranna 2008 og 2009 var mun minni en víðast annars staðar og svipað gildir reyndar um Akranes. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Í fyrra voru 16 prósent meiri viðskipti á fasteignamarkaði en meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin. Alls var þinglýst um 6.900 kaupsamningum íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2015, sem var 17,5% aukning frá árinu áður. Viðskipti með fjölbýli voru 5.526 og jukust um 17% og viðskipti með sérbýli voru1.367 og jukust um 19,6%. Viðskipti með fjölbýli voru þannig rúmlega 80% viðskiptanna sem var örlítið lægra hlutfall en árið áður. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin var um 6.000 á ári og viðskiptin í fyrra voru þannig um 16% meiri en verið hefur að jafnaði síðustu 13 ár. Aukningin frá árinu 2009 hefur verið stöðug en þó er aukningin í fyrra mun meiri en síðustu 3 árin þar á undan. Þá vekur það líka athygli að viðskipti með sérbýli hafa aukist meira en viðskipti með fjölbýli á síðustu þremur árum eftir að hafa aukist minna næstu 3 árin þar á undan.Fjórfalt fleiri eignir í Reykjavík en árið 2009Sé litið á þróun viðskipta í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu sést að þróunin hefur alls staðar verið upp á við. Viðskiptum fjölgaði eðlilega langmest í Reykjavík, enda er stærstan hluta af húsnæðinu að finna þar. Í Reykjavík voru einungis seldar um 1.000 eignir á árinu 2009 en þær voru nálægt 4.000 á árinu 2015. Séu hin sveitarfélögin á höfðaborgarsvæðinu skoðuð sérstaklega sést að viðskiptin í Kópavogi og Hafnarfirði skera sig nokkuð úr. Í báðum bæjunum hefur verið nokkuð góður og jafn vöxtur á viðskiptum frá árinu 2009. Þá er einnig athyglisvert að sjá stökkið í Garðabæ á milli áranna 2014 og 2015. Þá vekur einnig athygli hversu lítið fall var í viðskiptum í Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi á milli áranna 2008 og 2009. Viðskipti með íbúðarhúsnæði er yfirleitt blanda af kaupum á eldra húsnæði og nýbyggingum. Í nýlegri Hagsjá var fjallað um hversu lítið af nýju húsnæði hafi komið inn á markaðinn á síðustu árum. Þar kom m.a. fram að hlutfall nýrra íbúða hefur verið mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, að jafnaði lægst í Reykjavík, en mun hærra t.d. í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Myndin í fjórum bæjum utan höfuðborgarsvæðisins er svipuð og gildir um höfuðborgarsvæðið. Mikil aukning hefur alls staðar orðið á viðskiptum frá árinu 2009. Það vekur þó athygli að hlutfallsleg fækkun viðskipta á Akureyri á milli áranna 2008 og 2009 var mun minni en víðast annars staðar og svipað gildir reyndar um Akranes.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira