17,5 prósent aukning í kaupsamningum Sæunn Gísladóttir skrifar 11. janúar 2016 12:55 Í fyrra voru 16 prósent meiri viðskipti á fasteignamarkaði en meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin. Vísir/Vilhelm Í fyrra voru 16 prósent meiri viðskipti á fasteignamarkaði en meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin. Alls var þinglýst um 6.900 kaupsamningum íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2015, sem var 17,5% aukning frá árinu áður. Viðskipti með fjölbýli voru 5.526 og jukust um 17% og viðskipti með sérbýli voru1.367 og jukust um 19,6%. Viðskipti með fjölbýli voru þannig rúmlega 80% viðskiptanna sem var örlítið lægra hlutfall en árið áður. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin var um 6.000 á ári og viðskiptin í fyrra voru þannig um 16% meiri en verið hefur að jafnaði síðustu 13 ár. Aukningin frá árinu 2009 hefur verið stöðug en þó er aukningin í fyrra mun meiri en síðustu 3 árin þar á undan. Þá vekur það líka athygli að viðskipti með sérbýli hafa aukist meira en viðskipti með fjölbýli á síðustu þremur árum eftir að hafa aukist minna næstu 3 árin þar á undan.Fjórfalt fleiri eignir í Reykjavík en árið 2009Sé litið á þróun viðskipta í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu sést að þróunin hefur alls staðar verið upp á við. Viðskiptum fjölgaði eðlilega langmest í Reykjavík, enda er stærstan hluta af húsnæðinu að finna þar. Í Reykjavík voru einungis seldar um 1.000 eignir á árinu 2009 en þær voru nálægt 4.000 á árinu 2015. Séu hin sveitarfélögin á höfðaborgarsvæðinu skoðuð sérstaklega sést að viðskiptin í Kópavogi og Hafnarfirði skera sig nokkuð úr. Í báðum bæjunum hefur verið nokkuð góður og jafn vöxtur á viðskiptum frá árinu 2009. Þá er einnig athyglisvert að sjá stökkið í Garðabæ á milli áranna 2014 og 2015. Þá vekur einnig athygli hversu lítið fall var í viðskiptum í Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi á milli áranna 2008 og 2009. Viðskipti með íbúðarhúsnæði er yfirleitt blanda af kaupum á eldra húsnæði og nýbyggingum. Í nýlegri Hagsjá var fjallað um hversu lítið af nýju húsnæði hafi komið inn á markaðinn á síðustu árum. Þar kom m.a. fram að hlutfall nýrra íbúða hefur verið mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, að jafnaði lægst í Reykjavík, en mun hærra t.d. í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Myndin í fjórum bæjum utan höfuðborgarsvæðisins er svipuð og gildir um höfuðborgarsvæðið. Mikil aukning hefur alls staðar orðið á viðskiptum frá árinu 2009. Það vekur þó athygli að hlutfallsleg fækkun viðskipta á Akureyri á milli áranna 2008 og 2009 var mun minni en víðast annars staðar og svipað gildir reyndar um Akranes. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Í fyrra voru 16 prósent meiri viðskipti á fasteignamarkaði en meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin. Alls var þinglýst um 6.900 kaupsamningum íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2015, sem var 17,5% aukning frá árinu áður. Viðskipti með fjölbýli voru 5.526 og jukust um 17% og viðskipti með sérbýli voru1.367 og jukust um 19,6%. Viðskipti með fjölbýli voru þannig rúmlega 80% viðskiptanna sem var örlítið lægra hlutfall en árið áður. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Meðalfjöldi viðskipta á ári síðustu 13 árin var um 6.000 á ári og viðskiptin í fyrra voru þannig um 16% meiri en verið hefur að jafnaði síðustu 13 ár. Aukningin frá árinu 2009 hefur verið stöðug en þó er aukningin í fyrra mun meiri en síðustu 3 árin þar á undan. Þá vekur það líka athygli að viðskipti með sérbýli hafa aukist meira en viðskipti með fjölbýli á síðustu þremur árum eftir að hafa aukist minna næstu 3 árin þar á undan.Fjórfalt fleiri eignir í Reykjavík en árið 2009Sé litið á þróun viðskipta í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu sést að þróunin hefur alls staðar verið upp á við. Viðskiptum fjölgaði eðlilega langmest í Reykjavík, enda er stærstan hluta af húsnæðinu að finna þar. Í Reykjavík voru einungis seldar um 1.000 eignir á árinu 2009 en þær voru nálægt 4.000 á árinu 2015. Séu hin sveitarfélögin á höfðaborgarsvæðinu skoðuð sérstaklega sést að viðskiptin í Kópavogi og Hafnarfirði skera sig nokkuð úr. Í báðum bæjunum hefur verið nokkuð góður og jafn vöxtur á viðskiptum frá árinu 2009. Þá er einnig athyglisvert að sjá stökkið í Garðabæ á milli áranna 2014 og 2015. Þá vekur einnig athygli hversu lítið fall var í viðskiptum í Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi á milli áranna 2008 og 2009. Viðskipti með íbúðarhúsnæði er yfirleitt blanda af kaupum á eldra húsnæði og nýbyggingum. Í nýlegri Hagsjá var fjallað um hversu lítið af nýju húsnæði hafi komið inn á markaðinn á síðustu árum. Þar kom m.a. fram að hlutfall nýrra íbúða hefur verið mjög mismunandi eftir sveitarfélögum, að jafnaði lægst í Reykjavík, en mun hærra t.d. í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Myndin í fjórum bæjum utan höfuðborgarsvæðisins er svipuð og gildir um höfuðborgarsvæðið. Mikil aukning hefur alls staðar orðið á viðskiptum frá árinu 2009. Það vekur þó athygli að hlutfallsleg fækkun viðskipta á Akureyri á milli áranna 2008 og 2009 var mun minni en víðast annars staðar og svipað gildir reyndar um Akranes.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun