Kári opnaði Nasdaq 13. október 2005 19:33 DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga. Fimm ár voru í gær liðin frá því deCode Genetics fór á Nasdaq í Bandaríkjunum og var forstjóri fyrirtæksins því fenginn til að opna markaðinn formlega. Fyrirtækið var skráð eftir 200 milljón dala útboð sem þá jafngilti sautján milljörðum íslenskra króna og var markaðsgengi fyrirtækisins 61 milljarður íslenskra króna. Eftirspurn var gríðarleg og fengu mun færri en vildu að kaupa. Jákvæðni í garð fyrirtækisins var svo mikil að haft var eftir einum forkólfi íslensks viðskiptalífs að Íslendingar hefðu einfaldlega ekki efni á að vera ekki með. Markaðsvirði fyrirtækisins fór hæst í 90 milljarða króna en síðan kom fallið. Á seinni part ársins 2000 lækkaði gengi fyrirtækisins um helming, úr 20 dölum á hlut í tíu. Botninum náði fyrirtækið síðan í september árið 2002 þegar gengi hlutabréfanna fór niður í 1,66 dali á hlut og hafði verðmæti fyrirtækisins þá lækkað um 90 milljarða íslenskra króna frá því fyrirtækið var skráð. Ekki hafa þó allir tapað á því að fjárfesta í deCode, þetta er jú allt spursmál um rétta tímasetningu. Þeir sem keyptu til að mynda í byrjun árs 2003 og náðu að selja í lok sama árs fengu 350 prósenta ávöxtun. Markaðsverðmæti deCode er í dag 34 milljarðar króna og hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 40% frá áramótum. Fyrirtækið heldur þó áfram að skila tapi og á síðasta ári nam það rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þó í viðtali við Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að aldrei hafi hann verið bjartsýnni um framhald fyrirtækisins og að það hefði í raun aldrei gengið betur. Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga. Fimm ár voru í gær liðin frá því deCode Genetics fór á Nasdaq í Bandaríkjunum og var forstjóri fyrirtæksins því fenginn til að opna markaðinn formlega. Fyrirtækið var skráð eftir 200 milljón dala útboð sem þá jafngilti sautján milljörðum íslenskra króna og var markaðsgengi fyrirtækisins 61 milljarður íslenskra króna. Eftirspurn var gríðarleg og fengu mun færri en vildu að kaupa. Jákvæðni í garð fyrirtækisins var svo mikil að haft var eftir einum forkólfi íslensks viðskiptalífs að Íslendingar hefðu einfaldlega ekki efni á að vera ekki með. Markaðsvirði fyrirtækisins fór hæst í 90 milljarða króna en síðan kom fallið. Á seinni part ársins 2000 lækkaði gengi fyrirtækisins um helming, úr 20 dölum á hlut í tíu. Botninum náði fyrirtækið síðan í september árið 2002 þegar gengi hlutabréfanna fór niður í 1,66 dali á hlut og hafði verðmæti fyrirtækisins þá lækkað um 90 milljarða íslenskra króna frá því fyrirtækið var skráð. Ekki hafa þó allir tapað á því að fjárfesta í deCode, þetta er jú allt spursmál um rétta tímasetningu. Þeir sem keyptu til að mynda í byrjun árs 2003 og náðu að selja í lok sama árs fengu 350 prósenta ávöxtun. Markaðsverðmæti deCode er í dag 34 milljarðar króna og hafa bréf fyrirtækisins hækkað um 40% frá áramótum. Fyrirtækið heldur þó áfram að skila tapi og á síðasta ári nam það rúmum 3,5 milljörðum íslenskra króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, sagði þó í viðtali við Stöð 2 ekki alls fyrir löngu að aldrei hafi hann verið bjartsýnni um framhald fyrirtækisins og að það hefði í raun aldrei gengið betur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira