Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 12:02 Skúli Gunnar Sigfússon og Sveinn Andri Sveinsson hafa marga hildi háð í dómsölum landsins. Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. Niðurstaðan sýni enn á ný fram á„handarbaksvinnubrögð Sveins Andra.“ Málið lítur að rekstri félagsins EK 1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Störf Sveins Andra fyrir þrotabú þess hafa reglulega verið fjölmiðlamatur í gegnum tíðina, ekki síst vegna skrifa fyrrnefnds Skúla. Hann hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. Málinu sem héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá í gær var til komið vegna ákæru héraðssaksóknara sem gefin var út í nóvember síðastliðnum. Þar var Skúla gefið að sök að hafa millifært af bankareikningum EK 1923 í aðdraganda gjaldþrots félagsins í september árið 2016. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, voru einnig ákærðir. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andi hafi hins vegar ekki getað upp á sitt einsdæmi lagt fram kæru í umræddu máli og því hafi lagaskilyrði fyrir útgáfu ákærunnar ekki verið til staðar. Sakarkostnaður var felldur á ríkissjóði, sem og þóknun verjenda sem var ákvörðuð 10 milljónir króna. Sjá einnig: „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Þeir Skúli og Sveinn hafa marga hildi háð í dómsölum síðustu misseri. Þannig var Sveini Andra gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna, alla þá þóknun sem hann sem skiptastjóri búsins á að hafa ráðstafað til síns sjálfs af eignum þrotabúsins, án þess þó að hafa til þess heimild. Í samtali við Vísi sagðist Sveinn Andri „að sjálfsögðu“ eiga fyrir því. Þá lagði Skúli skiptastjórann aftur í upphafi marsmánaðar. Félag Skúla, Sjöstjarnan, hafði í héraði verið gert að greiða þrotabúi EK 1923 rúmlega 400 milljónir króna. Landsréttur taldi þó að Sjöstjarnan þyrfti þó aðeins að standa skil á greiðslu upp á 21 milljón auk þess að fella kyrrsetningu eigna úr gildi. Sanni „handarbaksvinnubrögð“ „Þetta er í annað sinn á fáum vikum sem í ljós koma handarbaksvinnubrögð Sveins Andra sem skiptastjóra þrotabúsins, en í síðasta mánuði tapaði þrotabúið í öllum meginatriðum máli gegn Sjöstjörnunni ehf., félags í eigu undirritaðs,“ skrifar Skúli Gunnar því eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær og vísar til málsins hér að ofan. Skúli segir að sama skapi að nú sé beðið niðurstöðu héraðsdóms um hvort að víkja beri Sveini Andra frá sem skiptastjóra. „Sveinn Andri hefur tafið það dómsmál með því að kæra dómara málsins til nefndar um dómarastörf. Auk þess hefur Sveinn Andri krafist þess að dómarinn verði úrskurðaður vanhæfur, enda hljóti honum að vera persónulega í nöp við sig þar sem hann hefur ekki úrskurðað í samræmi við kröfur Sveins Andra.“ Dómsmál Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. Niðurstaðan sýni enn á ný fram á„handarbaksvinnubrögð Sveins Andra.“ Málið lítur að rekstri félagsins EK 1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Störf Sveins Andra fyrir þrotabú þess hafa reglulega verið fjölmiðlamatur í gegnum tíðina, ekki síst vegna skrifa fyrrnefnds Skúla. Hann hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. Málinu sem héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá í gær var til komið vegna ákæru héraðssaksóknara sem gefin var út í nóvember síðastliðnum. Þar var Skúla gefið að sök að hafa millifært af bankareikningum EK 1923 í aðdraganda gjaldþrots félagsins í september árið 2016. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, voru einnig ákærðir. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andi hafi hins vegar ekki getað upp á sitt einsdæmi lagt fram kæru í umræddu máli og því hafi lagaskilyrði fyrir útgáfu ákærunnar ekki verið til staðar. Sakarkostnaður var felldur á ríkissjóði, sem og þóknun verjenda sem var ákvörðuð 10 milljónir króna. Sjá einnig: „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Þeir Skúli og Sveinn hafa marga hildi háð í dómsölum síðustu misseri. Þannig var Sveini Andra gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna, alla þá þóknun sem hann sem skiptastjóri búsins á að hafa ráðstafað til síns sjálfs af eignum þrotabúsins, án þess þó að hafa til þess heimild. Í samtali við Vísi sagðist Sveinn Andri „að sjálfsögðu“ eiga fyrir því. Þá lagði Skúli skiptastjórann aftur í upphafi marsmánaðar. Félag Skúla, Sjöstjarnan, hafði í héraði verið gert að greiða þrotabúi EK 1923 rúmlega 400 milljónir króna. Landsréttur taldi þó að Sjöstjarnan þyrfti þó aðeins að standa skil á greiðslu upp á 21 milljón auk þess að fella kyrrsetningu eigna úr gildi. Sanni „handarbaksvinnubrögð“ „Þetta er í annað sinn á fáum vikum sem í ljós koma handarbaksvinnubrögð Sveins Andra sem skiptastjóra þrotabúsins, en í síðasta mánuði tapaði þrotabúið í öllum meginatriðum máli gegn Sjöstjörnunni ehf., félags í eigu undirritaðs,“ skrifar Skúli Gunnar því eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær og vísar til málsins hér að ofan. Skúli segir að sama skapi að nú sé beðið niðurstöðu héraðsdóms um hvort að víkja beri Sveini Andra frá sem skiptastjóra. „Sveinn Andri hefur tafið það dómsmál með því að kæra dómara málsins til nefndar um dómarastörf. Auk þess hefur Sveinn Andri krafist þess að dómarinn verði úrskurðaður vanhæfur, enda hljóti honum að vera persónulega í nöp við sig þar sem hann hefur ekki úrskurðað í samræmi við kröfur Sveins Andra.“
Dómsmál Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira