Sigrihrósandi Skúli sakar Svein Andra um endurtekin „handarbaksvinnubrögð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 12:02 Skúli Gunnar Sigfússon og Sveinn Andri Sveinsson hafa marga hildi háð í dómsölum landsins. Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. Niðurstaðan sýni enn á ný fram á„handarbaksvinnubrögð Sveins Andra.“ Málið lítur að rekstri félagsins EK 1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Störf Sveins Andra fyrir þrotabú þess hafa reglulega verið fjölmiðlamatur í gegnum tíðina, ekki síst vegna skrifa fyrrnefnds Skúla. Hann hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. Málinu sem héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá í gær var til komið vegna ákæru héraðssaksóknara sem gefin var út í nóvember síðastliðnum. Þar var Skúla gefið að sök að hafa millifært af bankareikningum EK 1923 í aðdraganda gjaldþrots félagsins í september árið 2016. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, voru einnig ákærðir. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andi hafi hins vegar ekki getað upp á sitt einsdæmi lagt fram kæru í umræddu máli og því hafi lagaskilyrði fyrir útgáfu ákærunnar ekki verið til staðar. Sakarkostnaður var felldur á ríkissjóði, sem og þóknun verjenda sem var ákvörðuð 10 milljónir króna. Sjá einnig: „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Þeir Skúli og Sveinn hafa marga hildi háð í dómsölum síðustu misseri. Þannig var Sveini Andra gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna, alla þá þóknun sem hann sem skiptastjóri búsins á að hafa ráðstafað til síns sjálfs af eignum þrotabúsins, án þess þó að hafa til þess heimild. Í samtali við Vísi sagðist Sveinn Andri „að sjálfsögðu“ eiga fyrir því. Þá lagði Skúli skiptastjórann aftur í upphafi marsmánaðar. Félag Skúla, Sjöstjarnan, hafði í héraði verið gert að greiða þrotabúi EK 1923 rúmlega 400 milljónir króna. Landsréttur taldi þó að Sjöstjarnan þyrfti þó aðeins að standa skil á greiðslu upp á 21 milljón auk þess að fella kyrrsetningu eigna úr gildi. Sanni „handarbaksvinnubrögð“ „Þetta er í annað sinn á fáum vikum sem í ljós koma handarbaksvinnubrögð Sveins Andra sem skiptastjóra þrotabúsins, en í síðasta mánuði tapaði þrotabúið í öllum meginatriðum máli gegn Sjöstjörnunni ehf., félags í eigu undirritaðs,“ skrifar Skúli Gunnar því eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær og vísar til málsins hér að ofan. Skúli segir að sama skapi að nú sé beðið niðurstöðu héraðsdóms um hvort að víkja beri Sveini Andra frá sem skiptastjóra. „Sveinn Andri hefur tafið það dómsmál með því að kæra dómara málsins til nefndar um dómarastörf. Auk þess hefur Sveinn Andri krafist þess að dómarinn verði úrskurðaður vanhæfur, enda hljóti honum að vera persónulega í nöp við sig þar sem hann hefur ekki úrskurðað í samræmi við kröfur Sveins Andra.“ Dómsmál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fer hörðum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá máli gegn Skúla í gær. Niðurstaðan sýni enn á ný fram á„handarbaksvinnubrögð Sveins Andra.“ Málið lítur að rekstri félagsins EK 1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Störf Sveins Andra fyrir þrotabú þess hafa reglulega verið fjölmiðlamatur í gegnum tíðina, ekki síst vegna skrifa fyrrnefnds Skúla. Hann hefur ekki vandað Sveini kveðjurnar og meðal annars sakað um að hafa blóðmjólkað búið og farið ránshendi um þrotabú félagsins. Málinu sem héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá í gær var til komið vegna ákæru héraðssaksóknara sem gefin var út í nóvember síðastliðnum. Þar var Skúla gefið að sök að hafa millifært af bankareikningum EK 1923 í aðdraganda gjaldþrots félagsins í september árið 2016. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, voru einnig ákærðir. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andi hafi hins vegar ekki getað upp á sitt einsdæmi lagt fram kæru í umræddu máli og því hafi lagaskilyrði fyrir útgáfu ákærunnar ekki verið til staðar. Sakarkostnaður var felldur á ríkissjóði, sem og þóknun verjenda sem var ákvörðuð 10 milljónir króna. Sjá einnig: „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Þeir Skúli og Sveinn hafa marga hildi háð í dómsölum síðustu misseri. Þannig var Sveini Andra gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna, alla þá þóknun sem hann sem skiptastjóri búsins á að hafa ráðstafað til síns sjálfs af eignum þrotabúsins, án þess þó að hafa til þess heimild. Í samtali við Vísi sagðist Sveinn Andri „að sjálfsögðu“ eiga fyrir því. Þá lagði Skúli skiptastjórann aftur í upphafi marsmánaðar. Félag Skúla, Sjöstjarnan, hafði í héraði verið gert að greiða þrotabúi EK 1923 rúmlega 400 milljónir króna. Landsréttur taldi þó að Sjöstjarnan þyrfti þó aðeins að standa skil á greiðslu upp á 21 milljón auk þess að fella kyrrsetningu eigna úr gildi. Sanni „handarbaksvinnubrögð“ „Þetta er í annað sinn á fáum vikum sem í ljós koma handarbaksvinnubrögð Sveins Andra sem skiptastjóra þrotabúsins, en í síðasta mánuði tapaði þrotabúið í öllum meginatriðum máli gegn Sjöstjörnunni ehf., félags í eigu undirritaðs,“ skrifar Skúli Gunnar því eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í gær og vísar til málsins hér að ofan. Skúli segir að sama skapi að nú sé beðið niðurstöðu héraðsdóms um hvort að víkja beri Sveini Andra frá sem skiptastjóra. „Sveinn Andri hefur tafið það dómsmál með því að kæra dómara málsins til nefndar um dómarastörf. Auk þess hefur Sveinn Andri krafist þess að dómarinn verði úrskurðaður vanhæfur, enda hljóti honum að vera persónulega í nöp við sig þar sem hann hefur ekki úrskurðað í samræmi við kröfur Sveins Andra.“
Dómsmál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira