Körfubolti

Hlynur og Ægir halda áfram hjá Stjörnunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjörnumenn hafa orðið bikarmeistarar tvö ár í röð.
Stjörnumenn hafa orðið bikarmeistarar tvö ár í röð. vísir/daníel

Þrír lykilmenn hafa framlengt samninga sína við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. Þetta eru fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, Ægir Þór Steinarsson og Tómas Þórður Hilmarsson. Samningar þeirra allra við Stjörnuna voru að renna út.

Hlynur, sem verður 38 ára í sumar, skrifaði undir eins árs samning við Stjörnuna. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2016. Hlynur hefur tvisvar sinnum orðið bikarmeistari með Stjörnunni.

Ægir samdi við Stjörnuna til tveggja ára. Hann kom til félagsins 2018 og hefur tvívegis orðið bikameistari með Garðbæingum.

Tómas gerð einnig tveggja ára samning við Stjörnuna. Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára verður næsta tímabil það tíunda hjá Tómasi í meistaraflokki. Hann hefur fjórum sinnum fagnað bikarmeistaratitlinum með Stjörnunni.

Á síðasta tímabili varð Stjarnan deildar- og bikarmeistari. Liðið vann þá titla einnig tímabilið 2018-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×