SA gagnrýna frumvarp um styttingu vinnuvikunnar Sæunn Gísladóttir skrifar 22. febrúar 2016 15:24 Samtök atvinnulífsins telja sennilegt að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti ef verður að styttingu vinnuvikunnar. Vísir/Valli Samtök atvinnulífsins lýsa yfir fullkominni andstöðu við frumvarp fimm þingmanna um styttingu lögbundinnar vinnuviku úr 40 í 35 klukkustundir án þess að kjör fólks skerðist. Þau hvetja Alþingi til að fella lögin um 40 stunda vinnuviku brott, enda sé vinnutími eitt stærsta viðfangsefni kjarasamninga. Fram kemur í frétt á vef samtakanna að þau telji að verði frumvarpið samþykkt muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnhagslíf. Þau segja rök þingmannanna fyrir breytingunni vera vægast sagt veik. Fram kemur í fréttinni að þingmennirnir telji að 32 milljón unninna vinnustunda geti fallið brott án þess að það hafi nein áhrif. Það jafngildi 16 þúsund ársverkum. Liðlega 140 þúsund starfsmenn séu í fullu starfi og virðist þingmennirnir telja að þeir geti auðveldlega bætt þessum 16 þúsund störfum við sig. Sennilegra sé að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti. Jafnframt segir að vinnutími sé samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra. Mikilvægt sé að Alþingi virði það hlutverk aðila vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu um svigrúm til breytinga á launakostnaði í kjarasamningum og forgangsraða til hvers því sé varið hverju sinni. Ef frumvarpið yrði samþykkt á Alþingi myndi lögboðinn virkur vinnutími styttast úr 37 stundum í 32 og tímakaup, eða laun fyrir unna vinnustund, hækkaði í einu vetfangi um 14 prósent. Launakostnaður atvinnulífsins myndi aukast mun meira því ósennilegt er að heildarvinnutími myndi styttast nokkuð við lögfestinguna. Greiddum yfirvinnustundum myndi því fjölga álíka mikið og dagvinnustundunum fækkaði. Ef sú yrði raunin myndi launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26-28 prósent. Það hefði miklar og afdrifaríkar afleiðingar á verðbólgu og gengi krónunnar. Þá segir í fréttinni að meðalvinnutími á viku sé 45 stundir samkvæmt Hagstofunni. Það felur í sér að greiddar eru að meðaltali um það bil 5 stundir á viku á yfirvinnukaupi. Augljóst sé að frumvarpið hefði engin áhrif á þá vinnu sem nú er unnin í formi yfirvinnu. Greidd yfirvinna myndi þvert á móti stóraukast. Það sé útbreiddur misskilningur að umsaminn vinnutími á Íslandi sé langur og að ástæða sé til þess að stytta hann. Þá sé það einnig misskilningur hjá þingmönnunum að unnt sé að draga úr yfirvinnu með lögum frá Alþingi. Í raun er umsaminn ársvinnuvinnutími næst lægstur á Íslandi meðal þeirra ríkja sem Íslendingar bera sig saman við. Aðeins í Frakklandi sé umsaminn vinnutími styttri. Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Samtök atvinnulífsins lýsa yfir fullkominni andstöðu við frumvarp fimm þingmanna um styttingu lögbundinnar vinnuviku úr 40 í 35 klukkustundir án þess að kjör fólks skerðist. Þau hvetja Alþingi til að fella lögin um 40 stunda vinnuviku brott, enda sé vinnutími eitt stærsta viðfangsefni kjarasamninga. Fram kemur í frétt á vef samtakanna að þau telji að verði frumvarpið samþykkt muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnhagslíf. Þau segja rök þingmannanna fyrir breytingunni vera vægast sagt veik. Fram kemur í fréttinni að þingmennirnir telji að 32 milljón unninna vinnustunda geti fallið brott án þess að það hafi nein áhrif. Það jafngildi 16 þúsund ársverkum. Liðlega 140 þúsund starfsmenn séu í fullu starfi og virðist þingmennirnir telja að þeir geti auðveldlega bætt þessum 16 þúsund störfum við sig. Sennilegra sé að launakostnaður atvinnulífins myndi aukast um rúmlega 25 prósent á einu bretti. Jafnframt segir að vinnutími sé samningsatriði í kjarasamningum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra. Mikilvægt sé að Alþingi virði það hlutverk aðila vinnumarkaðarins að komast að niðurstöðu um svigrúm til breytinga á launakostnaði í kjarasamningum og forgangsraða til hvers því sé varið hverju sinni. Ef frumvarpið yrði samþykkt á Alþingi myndi lögboðinn virkur vinnutími styttast úr 37 stundum í 32 og tímakaup, eða laun fyrir unna vinnustund, hækkaði í einu vetfangi um 14 prósent. Launakostnaður atvinnulífsins myndi aukast mun meira því ósennilegt er að heildarvinnutími myndi styttast nokkuð við lögfestinguna. Greiddum yfirvinnustundum myndi því fjölga álíka mikið og dagvinnustundunum fækkaði. Ef sú yrði raunin myndi launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26-28 prósent. Það hefði miklar og afdrifaríkar afleiðingar á verðbólgu og gengi krónunnar. Þá segir í fréttinni að meðalvinnutími á viku sé 45 stundir samkvæmt Hagstofunni. Það felur í sér að greiddar eru að meðaltali um það bil 5 stundir á viku á yfirvinnukaupi. Augljóst sé að frumvarpið hefði engin áhrif á þá vinnu sem nú er unnin í formi yfirvinnu. Greidd yfirvinna myndi þvert á móti stóraukast. Það sé útbreiddur misskilningur að umsaminn vinnutími á Íslandi sé langur og að ástæða sé til þess að stytta hann. Þá sé það einnig misskilningur hjá þingmönnunum að unnt sé að draga úr yfirvinnu með lögum frá Alþingi. Í raun er umsaminn ársvinnuvinnutími næst lægstur á Íslandi meðal þeirra ríkja sem Íslendingar bera sig saman við. Aðeins í Frakklandi sé umsaminn vinnutími styttri.
Tengdar fréttir Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07 Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Píratar vilja stytta vinnudaginn um klukkustund Segja margt benda til að styttri vinnudagur leiði til aukinnar framleiðni. 19. október 2015 19:07
Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. 12. nóvember 2015 07:00