Viðskipti innlent

Ráðinn í stöðu við­skipta­þróunar­stjóra Póstsins

Atli Ísleifsson skrifar
Aðalsteinn Guðjónsson.
Aðalsteinn Guðjónsson. Pósturinn

Aðalsteinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í stöðu viðskiptaþróunarstjóra hjá Póstinum. Hann hefur þegar tekið til starfa.

Í tilkynningu frá Póstinum segir að helstu hlutverk Aðalsteins séu að stýra umbótaverkefnum, tengja saman vöruþróun og vörusamsetningu við tæknibreytingar og framkvæmd sem og að greina tækifæri til umbóta þvert á svið.

„Aðalsteinn hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu og starfaði síðast hjá Póstdreifingu, fyrst sem rekstrarstjóri rekstrarsviðs og síðan sem framkvæmdastjóri. Áður starfaði hann meðal annars hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem sérfræðingur í innkaupum og rekstrarþjónustu, hjá Norðurál Grundartanga sem sérfræðingur í samningum og hjá Húsasmiðjunni sem rekstarstjóri aðfangastýringar. Þá hefur Aðalsteinn mikla reynslu á flutningsmarkaði og hefur starfað bæði hjá Eimskip og Samskip í ýmsum hlutverkum,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×