Viðskipti innlent

Berenice frá Origo til Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Berenice Barrios.
Berenice Barrios. Advania.

Berenice Barrios hefur verið ráðin til Advania til að stýra nýju sviði sem annast sölu og ráðgjöf á Microsoft-lausnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania. Þar segir að Berenice hafi starfað við sölu og ráðgjöf á Microsoft-vörum undanfarinn áratug og hafi á þeim tíma sex sinnum unnið til verðlauna frá Microsoft.

„Hún er fædd og uppalin í Mexíkó þar sem hún lauk BA-gráðu í markaðsfræði og öðlaðist fjölbreytta reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Hún flutti til Íslands fyrir sex árum síðan og hefur starfað hjá Origo undanfarin fimm ár, síðast sem vörustjóri Microsoft-lausna. Þar á undan vann hún hjá Groupo Scanda í Mexíkó-borg við leyfismál, innleiðingu og ráðgjöf á Microsoft-lausnum,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×