Miklar sviptingar á Akranesi í atvinnumálum: „Lífsviðurværi 43 starfsmanna í uppnámi“ Svavar Hávarðsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. Starfsemi fiskþurrkunarinnar var hætt í apríl í fyrra, og voru markaðsaðstæður ástæða þess. Illa hefur gengið að selja þurrkaðar afurðir vegna lítillar kaupgetu í Nígeríu sem virðist ekki vera að sækja í sig veðrið, eins og segir í tilkynningu. Þegar þurrkun var hætt störfuðu 26 manns við hana. Þrettán þeirra var tryggð atvinna í öðrum starfsstöðvum HB Granda á Akranesi en hinir hafa unnið við tilraunavinnslu í húsi fiskþurrkunarinnar. Þeim hefur nú einnig verið boðin vinna í öðrum starfsstöðvum félagsins. Rekstur fiskþurrkunarinnar hefur verið mjög umdeildur á Akranesi vegna lyktarmengunar frá vinnslunni. Var verkfræðistofa fengin til að skipa starfshóp til að meta aðgerðir vegna lyktarmengunarinnar eftir að bæjarstjórn samþykkti að hún yrði stækkuð. Hópur heimamanna hefur krafist þess að vinnslan verði færð fjær íbúabyggð. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, skrifar af þessu tilefni pistil á heimasíðu félagsins og lýsir áhyggjum sínum af þróun síðustu daga, en á dögunum var tilkynnt að sautján starfsmönnum málmendurvinnslufyrirtækisins GMR á Grundartanga hafi verið sagt upp störfum. Þeir voru flestir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness og vinnur félagið að því að halda utan um réttindi starfsmanna í ljósi þessa, upplýsir Vilhjálmur. „Á þessu sést að lífsviðurværi 43 starfsmanna þessara tveggja fyrirtækja er í uppnámi og vonandi ná sem flestir starfsmenn sem um ræðir að finna sér ný störf sem fyrst,“ bætir Vilhjálmur við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
HB Grandi hefur tilkynnt að hætt hafi verið við framkvæmdir við fiskþurrkun fyrirtækisins á Akranesi. Starfsemi fiskþurrkunarinnar var hætt í apríl í fyrra, og voru markaðsaðstæður ástæða þess. Illa hefur gengið að selja þurrkaðar afurðir vegna lítillar kaupgetu í Nígeríu sem virðist ekki vera að sækja í sig veðrið, eins og segir í tilkynningu. Þegar þurrkun var hætt störfuðu 26 manns við hana. Þrettán þeirra var tryggð atvinna í öðrum starfsstöðvum HB Granda á Akranesi en hinir hafa unnið við tilraunavinnslu í húsi fiskþurrkunarinnar. Þeim hefur nú einnig verið boðin vinna í öðrum starfsstöðvum félagsins. Rekstur fiskþurrkunarinnar hefur verið mjög umdeildur á Akranesi vegna lyktarmengunar frá vinnslunni. Var verkfræðistofa fengin til að skipa starfshóp til að meta aðgerðir vegna lyktarmengunarinnar eftir að bæjarstjórn samþykkti að hún yrði stækkuð. Hópur heimamanna hefur krafist þess að vinnslan verði færð fjær íbúabyggð. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, skrifar af þessu tilefni pistil á heimasíðu félagsins og lýsir áhyggjum sínum af þróun síðustu daga, en á dögunum var tilkynnt að sautján starfsmönnum málmendurvinnslufyrirtækisins GMR á Grundartanga hafi verið sagt upp störfum. Þeir voru flestir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness og vinnur félagið að því að halda utan um réttindi starfsmanna í ljósi þessa, upplýsir Vilhjálmur. „Á þessu sést að lífsviðurværi 43 starfsmanna þessara tveggja fyrirtækja er í uppnámi og vonandi ná sem flestir starfsmenn sem um ræðir að finna sér ný störf sem fyrst,“ bætir Vilhjálmur við. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira