Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:45 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að unnt sé að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. „Ferðalög í heiminum eru að dragast saman og það mun hafa áhrif á okkur. Líklega munum við sjá töluverð áhrif á öðrum ársfjórðungi. Minni ferðalög og það þýðir að einhverju leyti minn gjaldeyristekjur," segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann segir þjóðarbúið vel statt til að mæta áfallinu. Viðskiptaafgangur var mikill á síðasta ári, eða 172 milljarðar króna, ríkissjóður er lítið skuldsettur og gjaldeyrisforðinn er stór. „Þannig við getum alveg staðið af okkur tímabundin áföll og kórónuveiran er tímabundin," segir Ásgeir. Kórónuveiran mun hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.Vísir/Vilhelm Undirbúa aðgerðir Seðlabankinn kynnti ráðherrum í gær mögulegar aðgerðir til að bregaðst við áhrifum veirunnar. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja þurfi stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þá þurfi að huga að lausafjárstöðu bankanna og er seðlabankinn að undirbúa aðgerðir í þá veru. „Bankarnir þurfa að hafa lausafé til að geta stutt sína viðskiptavini og látið þá hafa lausafé svo þeir geti staðið af sér einhvern tíma þar sem tekjur minnka," segir Ásgeir. Í þriðja lagi þurfi að huga að áhrifum til lengri tíma. Viðbúið sé að lækka þurfi vexti til að bregðast við ástandinu en þeir eru nú í sögulegu lágmarki, eða 2,75%. Næsta vaxtaákvörðun er eftir tvær vikur, eða 18. mars. „Þetta mun þýða meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári en við gerðum ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að við þurfum að slaka á peningastefnunni," segir Ásgeir. „Það sem er heppilegt núna er að við erum með viðskitpaafgang og stöndum sterk hvað varðar greiðslujöfnuð. Það gefur okkur færi á því að lækka vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krónan veikist." Óljóst er hversu mikil vaxtalækkun gæti verið í kortunum. „Þetta er að breyta öllum hagvatarhorfum fyrir þetta ár en hins vegar eru þetta tímabundin áhrif. Þetta er faraldur sem gengur yfir og hugsun okkar mótast af því." Lausafjárstaða bankanna verður tryggð vegna kórónuveirunnar.Vísir Fyrirtæki standa storminn misvel af sér Aðgerðirnar til að hefta útbreiðslu veirunnar eru í raun það sem eru að koma illa við efnahagslífið. Starfsfólk og jafnvel heilu fyrirtækin eru í sóttkví og ferðatakmarkanir í gildi. Ásgeir telur að ferðaþjónustan taki aftur við sér þegar faraldurinn er genginn yfir. „Væntanlega er það mismunandi á milli fyrirtækja hversu vel þau geta staðið þetta af sér og þess vegna skiptir mjög miklu máli að það séu nægilegir lausir fjármunir og fyrirgreiðsla til reiðu." Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að unnt sé að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. „Ferðalög í heiminum eru að dragast saman og það mun hafa áhrif á okkur. Líklega munum við sjá töluverð áhrif á öðrum ársfjórðungi. Minni ferðalög og það þýðir að einhverju leyti minn gjaldeyristekjur," segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Hann segir þjóðarbúið vel statt til að mæta áfallinu. Viðskiptaafgangur var mikill á síðasta ári, eða 172 milljarðar króna, ríkissjóður er lítið skuldsettur og gjaldeyrisforðinn er stór. „Þannig við getum alveg staðið af okkur tímabundin áföll og kórónuveiran er tímabundin," segir Ásgeir. Kórónuveiran mun hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna.Vísir/Vilhelm Undirbúa aðgerðir Seðlabankinn kynnti ráðherrum í gær mögulegar aðgerðir til að bregaðst við áhrifum veirunnar. Í fyrsta lagi þurfi að tryggja þurfi stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. Þá þurfi að huga að lausafjárstöðu bankanna og er seðlabankinn að undirbúa aðgerðir í þá veru. „Bankarnir þurfa að hafa lausafé til að geta stutt sína viðskiptavini og látið þá hafa lausafé svo þeir geti staðið af sér einhvern tíma þar sem tekjur minnka," segir Ásgeir. Í þriðja lagi þurfi að huga að áhrifum til lengri tíma. Viðbúið sé að lækka þurfi vexti til að bregðast við ástandinu en þeir eru nú í sögulegu lágmarki, eða 2,75%. Næsta vaxtaákvörðun er eftir tvær vikur, eða 18. mars. „Þetta mun þýða meiri samdrátt í framleiðslu á þessu ári en við gerðum ráð fyrir og það hlýtur að leiða til þess að við þurfum að slaka á peningastefnunni," segir Ásgeir. „Það sem er heppilegt núna er að við erum með viðskitpaafgang og stöndum sterk hvað varðar greiðslujöfnuð. Það gefur okkur færi á því að lækka vexti án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að krónan veikist." Óljóst er hversu mikil vaxtalækkun gæti verið í kortunum. „Þetta er að breyta öllum hagvatarhorfum fyrir þetta ár en hins vegar eru þetta tímabundin áhrif. Þetta er faraldur sem gengur yfir og hugsun okkar mótast af því." Lausafjárstaða bankanna verður tryggð vegna kórónuveirunnar.Vísir Fyrirtæki standa storminn misvel af sér Aðgerðirnar til að hefta útbreiðslu veirunnar eru í raun það sem eru að koma illa við efnahagslífið. Starfsfólk og jafnvel heilu fyrirtækin eru í sóttkví og ferðatakmarkanir í gildi. Ásgeir telur að ferðaþjónustan taki aftur við sér þegar faraldurinn er genginn yfir. „Væntanlega er það mismunandi á milli fyrirtækja hversu vel þau geta staðið þetta af sér og þess vegna skiptir mjög miklu máli að það séu nægilegir lausir fjármunir og fyrirgreiðsla til reiðu."
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira