Almennir fjárfestar græddu 42 þúsund krónur Haraldur Guðmundsson skrifar 20. desember 2013 07:15 Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar við skráninguna í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA. Velta með hlutabréf í N1 nam 733 milljónum króna í gær þegar félagið var skráð á Aðalmarkað Kauphallar íslands. Verð bréfanna hafði við lokun markaða styrkst um 1,1 prósent sem þýðir að almennir fjárfestar sem keyptu bréf í hlutafjárútboði félagsins gátu þá grætt um 42 þúsund krónur. „Þetta voru um 296 viðskipti yfir daginn og til samanburðar er meðalfjöldi hlutabréfaviðskipta í Kauphöllinni um 90 viðskipti á dag. Bréf almennra fjárfesta hækkuðu um 22,9 prósent frá hlutafjárútboðinu og bréf fagfjárfesta um 4,4 prósent,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphalllarinnar. Almennu fjárfestarnir sem Magnús vísar í keyptu um 7.200 áskriftir í hlutafjárútboði N1 sem lauk 9. desember síðastliðinn. Mikil umframeftirspurn eftir hlutabréfum félagsins, sem er enn önnur vísbendingin um að áhugi almennings á hlutabréfamarkaðinum sé að aukast, leiddi til þess að hámarksúthlutun var 182 þúsund krónur á hverja áskrift. N1 er þriðja félagið sem skráð er á Aðalmarkað Kauphallarinnar á þessu ári. Hin tvö eru TM og VÍS. „Á fyrstu viðskiptadögum TM og Vís voru alveg sérlega mikil viðskipti með hlutabréf beggja félaganna. Á milli sex og sjö prósent af útistandandi hlutum í þeim skiptu um hendur á fyrsta degi sem var talsvert meira en í tilfelli N1,“ segir Magnús. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, segir að gærdagurinn leggist vel í sig og að hann sé bjartsýnn á framhaldið. „Þetta var mjög þægileg byrjun og við vitum að bréf hafa tilhneigingu til að hækka og lækka eftir því sem fram líða stundir. Við erum mjög ánægð með það hvernig allt þetta ferli hefur gengið og félagið var tilbúið til að fara á markað,“ segir Eggert. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Velta með hlutabréf í N1 nam 733 milljónum króna í gær þegar félagið var skráð á Aðalmarkað Kauphallar íslands. Verð bréfanna hafði við lokun markaða styrkst um 1,1 prósent sem þýðir að almennir fjárfestar sem keyptu bréf í hlutafjárútboði félagsins gátu þá grætt um 42 þúsund krónur. „Þetta voru um 296 viðskipti yfir daginn og til samanburðar er meðalfjöldi hlutabréfaviðskipta í Kauphöllinni um 90 viðskipti á dag. Bréf almennra fjárfesta hækkuðu um 22,9 prósent frá hlutafjárútboðinu og bréf fagfjárfesta um 4,4 prósent,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphalllarinnar. Almennu fjárfestarnir sem Magnús vísar í keyptu um 7.200 áskriftir í hlutafjárútboði N1 sem lauk 9. desember síðastliðinn. Mikil umframeftirspurn eftir hlutabréfum félagsins, sem er enn önnur vísbendingin um að áhugi almennings á hlutabréfamarkaðinum sé að aukast, leiddi til þess að hámarksúthlutun var 182 þúsund krónur á hverja áskrift. N1 er þriðja félagið sem skráð er á Aðalmarkað Kauphallarinnar á þessu ári. Hin tvö eru TM og VÍS. „Á fyrstu viðskiptadögum TM og Vís voru alveg sérlega mikil viðskipti með hlutabréf beggja félaganna. Á milli sex og sjö prósent af útistandandi hlutum í þeim skiptu um hendur á fyrsta degi sem var talsvert meira en í tilfelli N1,“ segir Magnús. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, segir að gærdagurinn leggist vel í sig og að hann sé bjartsýnn á framhaldið. „Þetta var mjög þægileg byrjun og við vitum að bréf hafa tilhneigingu til að hækka og lækka eftir því sem fram líða stundir. Við erum mjög ánægð með það hvernig allt þetta ferli hefur gengið og félagið var tilbúið til að fara á markað,“ segir Eggert.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira