Skógrækt eða náttúruvernd Snorri Baldursson skrifar 12. maí 2011 05:00 Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógræktarstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum ríkisstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreifingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðaðar eru í frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum væru því fagnaðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skógræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúruvernd heldur afbrigði landbúnaðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum mannsins er hins vegar náttúruvernd því hún er í takt við eðlilega þróun íslenskrar náttúru. Semsagt skógrækt getur verið náttúruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningurinn. Þarna þarf að greina algerlega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarðrækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróðurlenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líffræðileg fábreytni“ og samningurinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi tegundir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi tilgangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógræktinni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróðursetji ekki lengur barrtré í birkiskóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðarframleiðslu, á takmörkuðum landbúnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktarlanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógræktarstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum ríkisstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreifingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðaðar eru í frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum væru því fagnaðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skógræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúruvernd heldur afbrigði landbúnaðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum mannsins er hins vegar náttúruvernd því hún er í takt við eðlilega þróun íslenskrar náttúru. Semsagt skógrækt getur verið náttúruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningurinn. Þarna þarf að greina algerlega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarðrækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróðurlenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líffræðileg fábreytni“ og samningurinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi tegundir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi tilgangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógræktinni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróðursetji ekki lengur barrtré í birkiskóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðarframleiðslu, á takmörkuðum landbúnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktarlanda?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun