Viðskipti innlent

Víðir gaf grænt ljós á „Ég hlýði Víði“- boli til styrktar spítalanum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir Covid-19 deildar LSH fékk fyrsta bolinn afhentan
Ragnar Freyr Ingvarsson yfirlæknir Covid-19 deildar LSH fékk fyrsta bolinn afhentan aðsend

Hafin hefur verið framleiðsla á stuttermabolum með áletruninni „Ég hlýði Víði.“ Þeir byggja á hönnun Birgis Ómarssonar og vísa þar til Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sem hefur eins og aðrir í framlínu baráttunnar gegn kórónuveirunni miðlað heilræðum til landsmanna síðustu vikur. Hann er sagður hafa veitt samþykki sitt fyrir uppátækinu.

Bolirnir fást bæði í hvítu og svörtu í flestum stærðum og kosta 3.600 krónur. Hagnaður af sölu bolanna, 1.250 krónur. af hverjum bol, rennur til Vonar, styrktarfélags gjörgæslu Landspítalans. „Þar berst framlínufólkið okkar ötullega við COVID-19 og öruggt er að peningarnir nýtast þar vel. Markmiðið er að safna að minnsta kosti einni milljón króna með þessum hætti,“ að sögn aðstandenda.

Bolina má versla hér þar sem jafnframt segir að hægt sé að fá þá senda um land allt.

Bolirniraðsend




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×