Viðskipti innlent

Jón Birgir og Kristján taka við nýjum stöðum hjá Völku

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku ásamt Jóni Birgi Gunnarssyni og Kristjáni Hallvarðssyni.
Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku ásamt Jóni Birgi Gunnarssyni og Kristjáni Hallvarðssyni. Mynd/Ágústa Kristín Bjarnadóttir

Jón Birgir Gunnarsson hefur tekið við sem sviðstjóri sölu- og markaðssviðs hátæknifyrirtækisins Völku. Þá hefur Kristján Hallvarðsson við nýrri stöðu sem vinnsluráðgjafi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Það var stofnað árið 2003 og sérhæfir sig í hátæknilausnum í sjávarútvegi og hefur meðal annars verið leiðandi í þróun á vatnsskurðarvélum.

Í tilkynningunni segir að Jón Birgir hafi mikla reynslu úr greininni og hafi meðal annars tekið þátt í vexti og alþjóðavæðingu fyrirtækja eins og Marel, Controlant og Skagans 3X.

Einnig segir að Kristján hafi yfir þrjátíu ára reynslu af störfum við tæknilausnir, þróun og framleiðsluferla í matvælaiðnaði. Hafi hann komið að innleiðingum, vöruþróun, vörustjórnun og þjónustu, hönnun framleiðsluferla, en hann starfaði lengi sem þróunarstjóri hjá Marel áður en hann gekk til liðs við Völku.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×